Guðmundur Svavar Guðmundsson (Ey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Guðmundur Svavar Guðmundsson frá Ey, sjómaður fæddist 29. apríl 1910 í Gerði og drukknaði 17. apríl 1932.
Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson sjómaður í Ey, f. 6. júlí 1864 á Kirkjubæ, d. 24. nóvember 1928, og kona hans Jórunn Ingileif Magnúsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1883 í Presthúsum, d. 14. júlí 1962.

Börn Guðmundar föður hans og Málfríðar Erlendsdóttur vinnukonu í Frydendal voru:
1. Þórarinn Guðmundsson útgerðarmaður og formaður á Jaðri, f. 13. janúar 1893 í Frydendal, d. 30. maí 1975, kvæntur Jónasínu Runólfsdóttur.
2. Guðjón Guðmundsson skipstjóri, f. 27. september 1894 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, fórst með togaranum Sviða 1941.
Börn Guðmundar föður Guðmundar Svavars og konu hans Jórunnar Ingileifar Magnúsdóttur:
3. Sigríður Magnúsína Guðmundsdóttir, f. 23. janúar 1906 í Mandal, d. 6. september 1975.
4. Guðmundur Svavar Guðmundsson, f. 29. apríl 1910 í Ási, drukknaði 17. apríl 1932.
5. Brynjólfur Gunnar Guðmundsson vélstjóri, f. 7. ágúst 1913 í Ey, d. 31. maí 1955.

Guðmundur Svavar var með móður sinni í Gerði við fæðingu, með foreldrum sínum á Hnausum síðari hluta árs 1910, í Ey 1920. Hann var með móður sinni í Ey 1930.
Guðmundur Svavar var skipverji á v.b. Atlantis VE 222, er hann féll fyrir borð og drukknaði 17. apríl 1932. Hann var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.