Guðmundur Magnússon (Görðum við Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Guðmundur Magnússon frá Görðum við Kirkjubæ fæddist 18. janúar 1863 og lést í Utah 17. nóvember 1897.
Foreldrar hans voru Magnús Diðriksson vinnumaður, sjómaður í Görðum við Kirkjubæ, f. 1. apríl 1837, fórst með þilskipinu Hansínu í mars 1863 og barnsmóðir hans Þorgerður Gísladóttir, síðar húsfreyja í Kokkhúsi, Boston, Dalbæ, og að lokum í Skel, f. 16. ágúst 1840, d. 8. ágúst 1919.

Guðmundur var með móður sinni og Magnúsi Snjólfssyni hálfbróður sínum í Görðum 1870, með móður sinni, Sigurði Sigurfinnssyni og Högna Sigurðssyni í Kokkhúsi 1875, Boston með henni, Sigurði Sigurfinnssyni og Högna Sigurðssyni og Hildi Sigríði hálfsystkinum sínum 1880. Hann átti enn heimili í Boston 1889.
Guðmundur fluttist til Utah 1890. Hann lést 1897.

Kona hans var Hildur Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1852, d. 24. febrúar 1942 í Vesturheimi. Dóttir Hildar og stjúpdóttir Guðmundar var
1. Sigríður Sesselja Guðný Ólafsdóttir, f. 24. nóvember 1887 í Batavíu. Hún fór til Vesturheims 1893 með móður sinni.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Saga Íslendinga í Vesturheimi I-V. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Tryggvi J. Oleson. Winnipeg: Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi: Menningarsjóður 1940-1953.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.