Guðmundur Kristjánsson (Hvanneyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Kristjánsson frá Hvanneyri, sjómaður, vélstjóri, bifreiðastjóri, verslunarmaður, kaupmaður, fæddist þar 23. júní 1915 og lést 29. mars 1986.
Foreldrar hans voru Kristján Einarsson formaður á Hvanneyri, f. 10. mars 1878 í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, d. 16. desember 1925, og kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 18. október 1891 í Batavíu, d. 27. apríl 1965.

Börn Kristjáns og Guðbjargar á Hvanneyri:
1. Ingibergur Kristjánsson, f. 9. mars 1910, d. 25. mars 1910.
2. Ingibjörg Þorvaldsína Kristjánsdóttir, f. 13. október 1911, d. 1930.
3. Guðmundur Kristjánsson, f. 23. júní 1915, d. 29. mars 1986.
4. Sigurborg Sigríður Kristjánsdóttir, f. 4. júlí 1916, d. 15. september 1981.
5. Guðrún Magnússína Kristjánsdóttir, f. 2. janúar 1919, d. 15. apríl 1994.

Guðmundur var með foreldrum sínum, en faðir hans lést, er Guðmundur var á ellefta árinu.
Hann var með móður sinni til fullorðinsára.
Þau Hálfdánía Sigríður giftu sig 1940, eignuðust fimm börn. Auk þess varð Guðmundur stjúpfaðir Guðmundar Helga, barns Sigríðar af fyrra sambandi hennar. Þau bjuggu á Jaðri við Vestmannabraut 6, þá á Lágafelli við Vestmannabraut 10, en að lokum byggðu þau hús við Faxastíg 27, sem þau nefndu Blómsturvelli og bjuggu þar lengi.
Þau höfðu ýmsa starfsemi í húsinu, m.a. matsölu, verslun, innrömmun, línuuppsetningu, reiðhjólaverkstæði.
Auk þess ók Guðmundur bifreið til farþegaflutnings til og frá flugvelli, og Guðmundur var lengi verslunarmaður í einni verslun Helga Benediktssonar, bygginga- og útgerðarverslun, kölluð Vosbúð og stóð við Strandveg 65.
Hjónin fluttu upp á Land við Gosið 1973, bjuggu á Álfhólsvegi 153 í Kópavogi. Sigríður bjó síðast í Vogatungu 69 þar.
Guðmundur lést 1986 og Sigríður 2000.

I. Kona Guðmundar, (21. september 1940), var Háldánía Sigríður Kristjánsdóttir frá Blómsturvöllum á Eskifirði, f. þar 16. júlí 1909, d. 22. júní 2000 á Landspítalanum.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja á Akureyri, f. 25. október 1940 á Jaðri. Fyrri maður hennar Magnús Runólfur Gíslason. Maður hennar Egill Ingvi Ragnarsson.
2. Kristján Sigurður Guðmundsson bóndi í Steinum III u. Eyjafjöllum, f. 18. mars 1943 á Lágafelli. Kona hans Ólöf Bárðardóttir.
3. Grétar Guðni Guðmundsson á Seltjarnarnesi, f. 10. ágúst 1945 á Lágafelli. Kona hans Anna Guðrún Hafsteinsdóttir.
4. Rannveig Olena Guðmundsdóttir, (síðar Rannveig Olena Freni), húsfreyja í New Hampshire í Bandaríkjunum, f. 4. júlí 1946 að Blómsturvöllum. Maður hennar Joseph Freni yngri.
5. Guðný Helga Guðmundsdóttir, f. 16. júní 1953 að Blómsturvöllum, ógift og barnlaus.
Barn Sigríðar og stjúpbarn Guðmundar:
6. Guðmundur Helgi Guðmundsson, f. 4. september 1935 á Kanastöðum, hrapaði til bana 15. maí 1953.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.