Guðmundur Kristinn Ólafsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Guðmundur Kristinn Ólafsson.

Guðmundur Kristinn Ólafsson frá Oddhól, vélstjóri fæddist 23. ágúst 1918 í Ásgarði og lést 4. mars 2002 á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Foreldrar hans voru Ólafur Andrés Guðmundsson verkamaður, síðar í Oddhól, f. 14. október 1888 í Stekkjarhjáleigu í Hálssókn, S-Múl., d. 20. mars 1955 á Akureyri, og kona hans Sigurbjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1884 á Efri-Rotum u. Eyjafjöllum, d. 15. ágúst 1937 í Eyjum.

Börn Ólafs og Sigurbjargar voru:
1. Ragnhildur Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja á Akureyri, síðar starfsmaður Lyfjaverslunar Ríkisins í Reykjavík, f. 18. apríl 1917 í Ásgarði, d. 23. febrúar 1999.
2. Guðmundur Kristinn Ólafsson vélstjóri í Eyjum, f. 23. ágúst 1918 í Ásgarði, d. 4. mars 2002.
3. Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, starfsmaður Lifrarsamlags Vestmannaeyja, sjúkrahússstarfsmaður í Reykjavík og Eyjum, f. 4. september 1920 í Ásgarði, d. 15. nóvember 2012.
4. Ásmunda Ólafía Ólafsdóttir húsfreyja, verkakona hjá netagerð Útgerðarfélags Akureyrar og hjá Kassagerð Reykjavíkur, f. 16. júní 1922 í Oddhól, d. 18. október 2016.

Guðmundur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann tók hið minna vélstjórapróf 1937 og var síðan vélstjóri á ýmsum fiskibátum, lengst hjá Gunnari Ólafssyni og Co. Síðar var hann vélgæslumaður í frystihúsum 1945-1948. Hann starfaði hjá Rafveitu Vestmannaeyja 1949-1950, síðan við þurrkhúsið Stakk hf. til ársins 1967 og loks í Áhaldahúsi Vestmannaeyja til ársloka 1992.
Hann bjó á Laugalandi, Vestmannabraut 53 1945, kvæntist Guðrúnu 1947 og bjó með henni og barni þeirra Hjálmari í Bergholti, Vestmannabraut 67 1948. Þau voru komin á Brimhólabraut 13 við fæðingu Ólafs 1952 og þar bjuggu þau síðan nema í Gosinu, er þau bjuggu tvö ár í Kópavogi.
Þau eignuðust fimm börn.
Guðmundur Kristinn lést 2002.

I. Kona Guðmundar Kristins, (28. desember 1947), var Guðrún Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1925 á Haugum í Mýrdal.
Börn þeirra:
1. Hjálmar Guðmundsson vélfræðingur í Vestmannaeyjum, f. 14. september 1948 í Bergholti. Kona hans Sveininna Ásta Bjarkadóttir, látin. Sambúðarkona hans er Pálína Úranusdóttir.
2. Ólafur Guðmundsson vélfræðingur, f. 7. nóvember 1952 á Sjúkrahúsinu. Kona hans Lilja Júlíusdóttir, látin. Kona hans Hrefna Guðjónsdóttir.
3. Sigurjón Guðmundsson bankastarfsmaður, f. 15. júní 1954 að Brimhólabraut 13.
4. Guðni Guðmundsson tölvunarfræðingur, f. 28. júní 1959 á Sjúkrahúsinu. Kona hans Þórdís Njarðardóttir.
5. Sigrún Guðmundsdóttir matvælafræðingur í Hafnarfirði, f. 9. mars 1962 að Brimhólabraut 13. Maður hennar Bergur Helgason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.