Guðmundur Guðmundsson (Hólnum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Guðmundur Guðmundsson bóndi, smiður á Kirkjubæ, fæddist 1828 og lést 26. september 1890.
Foreldrar hans voru Guðmundur Halldórsson bóndi í Strandarhjáleigu í Landeyjum, f. 1787, d. 23. ágúst 1835, og kona hans Þórunn Loftsdóttir húsfreyja, f. 1798, d. 17. september 1843.

Guðmundur var með foreldrum sínum í æsku. Faðir hans lést er hann var 7 ára og móðir hans lést, er hann var 15 ára.
Hann var 17 ára þjónustudrengur í Búðarhóls-Norðurhjáleigu í Landeyjum 1845.
Guðmundur fluttist að Landlyst 1847, vinnumaður.
Hann var 28 ára í Jónshúsi 1851 með bústýruna Ragnhildi Ingimundardóttur 52 ára, var þar með Ólöfu Gunnsteinsdóttur bústýru 1853-1856 með barn þeirra Guðmund 1855 og 1856.
Ólöf lést 1856 úr holdsveiki.
1857 var hann á Hólnum, (annað nafna á Jónshúsi), með bústýruna Sigríði Jónsdóttur 30 ára. Þau eignuðust Sigurð 1858.
1858 var hann þar með bústýrunni Valgerði Magnúsdóttur, 1859 var hann þar með henni og sonum sínum Guðmundi 5 ára og Sigurði 2 ára.
1861-1867 var hann í Jónshúsi með Valgerði konu sinni og sonum sínum. Þau eignuðust Margréti Ólöfu 1863, en misstu hana eftir viku.
Hann bjó á Kirkjubæ 1868 með sömu áhöfn, bóndi þar 1869, bóndi og smiður þar 1871-1874, en Guðmundur sonur hans lést í nóvember á því ári úr krampa, en var einnig holdsveikur.
Hann bjó enn á Kirkjubæ 1876-1883.
Þau Valgerður voru í Grímshjalli 1884, en Sigurður var ekki með þeim.
Guðmundur var einn í Grímshjalli 1885 og 1886.
1888 var hann enn í Grímshjalli. Þar var einnig Þuríður Sigurðardóttir húskona 50 ára með dóttur sinni Dagbjörtu Hannesdóttur 8 ára.
Hann var einn þar 1889 og lést þar 1890.

1. Barnsmóðir Guðmundar var Ólöf Gunnsteinsdóttir, f. 1826, d. 12. júní 1856.
Barn þeirra var
1. Guðmundur Guðmundsson, f. 1. febrúar 1855, d. 25. nóvember 1874, „dó úr krampa, var holdsveikur“.

II. Barnsmóðir Guðmundar var Sigríður Jónsdóttir bústýra hans, f. 1828.
Barn þeirra var
2. Sigurður Guðmundsson, síðar vinnumaður á Kirkjubæ, f. 10. apríl 1858, d. 27. júní 1911. Hann hafði viðurnefnið Siggi bonn.

III. Kona hans, (2. nóvember 1860), var Valgerður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1829, d. 20. september 1885.
Barn þeirra var
2. Margrét Ólöf Guðmundsdóttir, f. 10. janúar 1863, d. 21. janúar 1863 úr „almennum barnaveikindum“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.