Guðmundur Guðjónsson (Reykjum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. september 2020 kl. 15:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. september 2020 kl. 15:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|100px|''Guðmundur Guðjónsson. '''Guðmundur Guðjónsson''' frá Reykjum, rekstrarstjóri fæddist 9. febrúar 1920...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðmundur Guðjónsson.

Guðmundur Guðjónsson frá Reykjum, rekstrarstjóri fæddist 9. febrúar 1920 að Rimahúsum u. Eyjafjöllum og lést 5. ágúst 2008 í Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson skipstjóri, verkamaður, slátrari, f. 10. febrúar 1892 á Selalæk á Rangárvöllum, d. 14. maí 1967, og kona hans Bergþóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1894 í Bakkakoti u. Eyjafjöllum, d. 20. desember 1989.
Fósturforeldrar hans voru hjónin í Ytri-Skógum u. Eyjafjöllum, Guðmundur Kjartansson og Margrét Bárðardóttir.

Börn Bergþóru og Guðjóns:
1. Jón Óskar Guðjónsson, f. 26. júní 1917 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 25. apríl 1940 úr berklum.
2. Guðmundur Guðjónsson rekstrarstjóri í Kópavogi, f. 9. febrúar 1920, d. 5. ágúst 2008. Kona hans Ása Gissurardóttir.
3. Þórhallur Ármann Guðjónsson, f. 8. febrúar 1921 á Eystri-Gjábakka, d. 14. maí 1921.
4. Jóhanna Guðjónsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 5. júní 1922 í Ásbyrgi, d. 26. júní 2017.
5. Guðbjörn Guðjónsson vélvirkjameistari, verksmiðjustjóri, f. 14. apríl 1924 í Ásbyrgi, d. 24. apríl 2012.
6. Þorleifur Guðjónsson vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 23. júní 1926 á Reykjum, d. 24. nóvember 1974.
7. Magnús Guðjónsson bifreiðastjóri, f. 24. janúar 1929 á Reykjum.
8. Þórhallur Ármann Guðjónsson verkstjóri, f. 27. október 1931 á Reykjum.
9. Lilja Guðjónsdóttir, f. 10. apríl 1933 á Reykjum, d. 3. janúar 1941.
10. Haukur Guðjónsson bifreiðastjóri, f. 13. mars 1938 á Reykjum.

Guðmundur var með foreldrum sínum í fyrstu, fluttist með þeim til Eyja 1920, var kominn í fóstur í Ytri-Skógum u. Eyjafjöllum 1932, varð síðar vinnumaður þar til 1944.
Guðmundur stundaði landbúnaðarstörf, fiskverkun og bókband og starfaði við Bókfellsútgáfuna og Heildverslun Magnúsar Kjarans í aldarfjórðung. Hann var vallarvörður á Melavellinum í mörg ár, var kirkjuvörður og meðhjálpari í Kópavogskirkju, forstöðumaður Vinnuskóla Kópavogs um tíma og í nokkur ár umsjónarmaður í Menntaskólanum í Kópavogi.
Guðmundur var formaður íþróttafélagsins Eyfellings. Hann var einn af stofnendum og sat í stjórn Verkalýðsfélags Austur-Eyfellinga, einn af stofnendum og sat í stjórn Slysavarnadeildar Kópavogs og var formaður sóknarnefndar Digranesprestakalls um skeið. Guðmundur sat í stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis og var um árabil í framkvæmdastjórn þeirra og rekstrarstjóri. Einnig átti hann sæti í skipulagsnefnd kirkjugarða.
Guðmundur var um skeið í útgerð með Þorleifi bróður sínum og Guðjóni föður sínum, er þeir gerðu út m.b. Glað VE 270.
Þau Ása giftu sig 1945, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Reykjavík og síðar í Kópavogi.

I. Kona Guðmundar, (19. maí 1945), var Ása Gissurardóttir frá Drangshlíð u. Eyjafjöllum, f. 5. október 1920, d. 24. nóvember 2011. Foreldrar hennar voru Gissur Jónsson bóndi, búfræðingur, hreppstjóri, f. 15. desember 1868 í Eystri-Skógum, d. 24. febrúar 1945, og kona hans Guðfinna Ísleifsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 5. febrúar 1877 á Kanastöðum í A-Landeyjum, d. 23. desember 1971.
Börn þeirra:
1. Hrafnhildur Guðmundsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 18. janúar 1947. Maður hennar Ólafur Lárusson.
2. Kolbrún Guðmundsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 12. september 1948. Fyrrum maður hennar Jóhann Þorsteinsson.
3. Gissur Guðmundsson rannsóknalögreglumaður í Hafnarfirði, fyrrum bæjarfulltrúi, f. 30. apríl 1950. Kona hans Svanhildur Pétursdóttir.
4. Jón Guðmundsson ferðaþjónustubóndi í Drangshlíð, f. 2. júlí 1953. Kona hans Oddný Björg Hólmbergsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.