Guðmundur Þorsteinsson (Eskihlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. júní 2019 kl. 14:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. júní 2019 kl. 14:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðmundur Þorsteinsson (Eskihlíð)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Þorsteinsson frá Eystri-Sólheimum í Mýrdal, verkamaður fæddist þar 29. júlí 1894 og lést 13. júní 1984.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Guðmundsson frá Litlu-Hólum í Mýrdal, vinnumaður víða í Mýrdal og í Drangshlíð u. Eyjafjöllum, f. 16. apríl 1849, d. 3. október 1923, og Sigríður Jónsdóttir frá Giljum í Mýrdal, vinnukona víða í Mýrdal og í Drangshlíð, f. 18. júní 1858, d. 17. apríl 1950 í Steinum u. Eyjafjöllum.

Guðmundur var með foreldrum sínum á Eystri-Sólheimum til 1897, á Felli í Mýrdal 1897-1898, í Sólheimakoti þar 1898-1901, í Pétursey 1901-1903, í Sólheimakoti 1903-1905. Þá fór hann með þeim að Drangshlíð, var vinnumaður í Ytri-Skógum 1910, á Hrútafelli 1920.
Hann fluttist til Eyja á síðari hluta fjórða áratugar tuttugustu aldarinnar, bjó á Goðafelli, Hvítingavegi 3 við giftingu 1938, en í Eskihlíð á Skólavegi 36 við fæðingu tveggja barna sinna 1939 og 1940.
Þau Sigurbjörg bjuggu á Urðavegi 41, Eiríkshúsi við fæðingu Þráins 1943 og 1945, í Pétursborg, Vestmannabraut 56b 1949.
Þau byggðu Landagötu 14 1949 og bjuggu þar síðan meðan vært var.
Hjónin fluttust til Selfoss við Gos, bjuggu þar í Lambhaga 20.
Sigurbjörg lést 1981 og Guðmundur 1984.

Börn þeirra:
1. Andvana stúlka, f. 27. ágúst 1939 í Eskihlíð.
2. Drengur, f. 28. nóvember 1940 í Eskihlíð, d. sama dag.
3. Þráinn Guðmundsson trésmiður á Selfossi, f. 24. júní 1943 á Urðavegi 41.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.