Guðmundur Þorkelsson (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.


Guðmundur Þorkelsson bóndi í Háagarði fæddist 7. júlí 1834 í Hryggjum í Mýrdal og lést 14. febrúar 1897 í Háagarði.

Faðir hans var Þorkell bóndi í Hryggjum, f. 25. apríl 1801 í Rofabæ í Meðallandi, d. 24. mars 1862 í Hryggjum Runólfsson bónda í Lágu-Kotey í Meðallandi, en síðan húsmanns í Rofabæ, f. 1767 í Langholti þar, Hávarðssonar, lengst bóndi í Langholti, en síðast bóndi á Undirhrauni þar, f. 1733, d. 13. september 1802 á Undirhrauni, Jónssonar, og konu Hávarðar, (1764), Helgu húsfreyju, f. 1731, d. 27. júní 1794 í Langholti, Runólfsdóttur.
Móðir Þorkels í Hryggjum og kona Runólfs í Lágu-Kotey, (1796), var Ragnhildur húsfreyja, f. 1773 í Eystri-Lyngum í Meðallandi, d. 28. mars 1846 í Hryggjum, Ólafsdóttir, Björnssonar, og Ragnhildar Runólfsdóttur, f. 1773.

Móðir Guðmundar í Háagarði og kona Þorkels í Hryggjum var, (26. desember 1825), Þórunn húsfreyja, f. 20. október 1792 í Garðakoti í Mýrdal, d. 8. febrúar 1870, Sveinsdóttir bónda í Hryggjum, f. 1758, d. 20. október 1838 á Skeiðflöt, Eyjólfssonar bónda á Hvoli í Mýrdal, f. 1715, Jónssonar, og fyrri konu Eyjólfs, Þórunnar húsfreyju, f. 1716, Sigurðardóttur.
Móðir Þórunnar í Hryggjum og kona Sveins var Guðrún húsfreyja, f. 1760 í Kálfholti í Holtum, d. 7. júlí 1834 á Skeiðflöt, Þórðardóttir prests í Kálfholti, f. 1727, d. 20. desember 1770, Sveinssonar og konu sr. Þórðar, Guðfinnu húsfreyju, f. 1734, d. 23. ágúst 1824, Þorsteinsdóttur.

Guðmundur Þorkelsson var hjá foreldrum sínum í Hryggjum til ársins 1853, var vinnumaður í Stóra-Dal í Mýrdal 1853-1854/5, var aftur í Hryggjum 1854-1856.
Hann fór þá til Eyja, var þar vinnumaður á Vilborgarstöðum 1856 og 1860. Hann var orðinn sjávarbóndi í Háagarði 1870 og var þar enn 1890.

I. Kona Guðmundar Þorkelssonar var Margrét Magnúsdóttir húsfreyja, f. 28. október 1838 í Eyjum, d. 11. mars 1891.
Börn Guðmundar og Margrétar:
1. Guðrún Guðmundsdóttir, f. 24. október 1862, gift Guðmundi Ísleifssyni á Vilborgarstöðum, f. 22. júní 1859, d. 25. desember 1903. Hún varð ekkja 1903 og fór til Vesturheims 1905 með Margréti Ísleifu Guðmundsdóttur dóttur sína.
2. Magnús Guðmundsson í Hlíðarási, f. 1. ágúst 1867.
3. Halldóra Guðmundsdóttir, f. 13. ágúst 1869, d. 20. júní 1873 úr „kverkabólgu (diphteria)“, þ.e. hin eiginlega barnaveiki.
4. Margrét Halldóra Guðmundsdóttir, f. 20. september 1873, d. 6. apríl 1924. Hún fór til Vesturheims 1904 með manni sínum Gunnari Jónssyni 25 ára, f. 26. apríl 1879, og dóttur þeirra Stefaníu Gunnarsdóttur 2 ára.
5. Vilhjálmur Guðmundsson, f. 7. nóvember 1877, d. 31. október 1923. Hann fór til Vesturheims 1905.
6. Guðjón Guðmundsson, f. 23. október 1881. Hann fór til Vesturheims 1905. Bjó í Saskatschewan 1911.

II. Barn Guðmundar með Guðrúnu Einarsdóttur vinnukonu á Ofanleiti:
7. Vilborg Guðmundsdóttir, f. 26. ágúst 1856, d. 23. september 1875.

III. Barn Guðmundar með Guðríði Björnsdóttur, þá húsfreyju á Vilborgarstöðum:
8. Guðrún Guðmundsdóttir, f. 22. janúar 1860, d. 7. febrúar 1860 „af hér almennri barnaveiki“.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.