Guðmundur Árni Kristmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Árni Kristmundsson sjómaður, verkamaður fæddist 3. október 1915 á Reynifelli við Vesturveg 15b og lést 4. janúar 1995 í Rvk.
Foreldrar hans voru Kristmundur Jónsson frá Nesi á Seltjarnarnesi, verkamaður, f. 8. ágúst 1895, d. 9. janúar 1960, og kona hans Jónína Jóhannsdóttir frá Vorsabæ í A.-Landeyjum, húsfreyja, 30. október 1888, d. 6. september 1976.

Börn Jónínu og Kristmundar voru:
1. Guðmundur Árni Kristmundsson sjómaður, verkamaður, f. 3. október 1915 á Reynifelli, d. 14. janúar 1995.
2. Jóna Gróa Kristmundsdóttir húsfreyja, símavörður í Reykjavík, f. 10. janúar 1917 á Reynifelli, d. 15. september 2002.
3. Kristín Kristmundsdóttir húsfreyja á Akranesi og í Reykjavík, f. 21. júní 1918 í Garðsauka, d. 20. janúar 1996.
4. Jóhann Sigurður Kristmundsson múrari í Reykjavík, f. 11. júlí 1921 í Garðsauka, d. 3. mars 2010.
5. Árni Kristmundsson bókbindari, kaupmaður, f. 18. nóvember 1929 á Hamri, d. 21. janúar 2007.
Fósturbarn Kristmundar, barn Jónínu var
6. Guðný Aalen Jóhannesdóttir vinnukona í Eyjum, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 3. janúar 1909 á Sveinsstöðum, d. 8. október 1960.
Barn Jónínu:
7. Margrét Theodóra Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. nóvember 1911, d. 28. apríl 1991.

Guðmundur var með foreldrum sínum í æsku, á Reynifelli og Hamri við Skólaveg.
Hann hóf sjómennsku 14 ára og var lengstan hluta ævinnar sjómaður, en síðari hlutann vann hann hjá Sambandinu (SÍS) í Holtagörðum í Rvk.
Þau Steinunn giftu sig 1946, eignuðust tvö börn.
Guðmundur Árni lést 1995 og Steinunn 2005.

I. Kona Guðmundar Árna, (1. júní 1946), var Steinunn Jónsdóttir frá Hvalnesi í Stöðvarsókn, S.-Múl., húsfreyja, f. 27. mars 1924, d. 22. febrúar 2005. Foreldrar hennar voru Jón Jóhannsson bóndi, f. 15. nóvember 1890, d. 26. mars 1953 og Kristín Steinunn Sigtryggsdóttir húsfreyja, f. 28. ágúst 1899, d. 2. október 1966.
Börn þeirra:
1. Edda Guðmundsdóttir, f. 16. maí 1946.
2. Jóna Kristín Guðmundsdóttir, f. 5. mars 1948.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.