Guðmundur Árnason (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Guðmundur Árnason vinnumaður frá Kirkjubæ fæddist 29. desember 1830 og lést 25. ágúst 1850, 19 ára.
Foreldrar hans voru Árni Þorbjörnsson bóndi á Kirkjubæ, f. 1798, d. 1. ágúst 1843, og kona hans Margrét Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1793, d. 1. maí 1861

Guðmundur lifði einn 12 barna foreldra sinna til að ná fullorðinssaldri. Hin dóu ýmist á fyrstu dögum eða vikum lífsins.
Guðmundur var 9 ára með foreldrum sínum á Kirkjubæ 1840, 14 ára þar með ekkjunni móður sinni 1845. Hann var 19 ára vinnumaður á Gjábakka 1850, er hann hrapaði til bana úr Elliðaey.

I. Barnsmóðir hans var Valgerður Jónsdóttir frá Norðurgarði, f. 20. ágúst 1832, d. 7. október 1896 í Vesturheimi.
Barnið var
1. Guðmundur Guðmundsson, f. 2. september 1850, d. 22. nóvember 1851 „af Barnaveikindum“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.