Guðmunda Gunnarsdóttir (Horninu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðmunda Gunnarsdóttir.

Guðmunda Gunnarsdóttir frá Horninu við Vestmannabraut 1, húsfreyja, verkakona, verkalýðsfrömuður fæddist 30. júlí 1920 á Oddsstöðum og lést 25. maí 2009.
Foreldrar hennar voru Gunnar Marel Jónsson skipasmíðameistari, f. 6. janúar 1891, d. 7. maí 1979, og kona hans Sigurlaug Pálsdóttir húsfreyja, f. 20. maí 1892, d. 23. apríl 1976.

Börn Sigurlaugar og Gunnars:
1. Páll Óskar Gunnarsson, f. 21. apríl 1914 í Miðey, d. 10. október 1976.
2. Guðrún Olga Gunnarsdóttir, f. 26. apríl 1915 í Miðey, d. 25. október 1925.
3. Gunnlaugur Tryggvi Gunnarsson vélstjóri, f. 29. apríl 1916 í Miðey, d. 22. mars 2001.
4. Eggert Gunnarsson, f. 13. júní 1917 í Þinghúsinu, d. 24. febrúar 1920.
5. Rannveig Hulda Gunnarsdóttir, f. 2. ágúst 1918 í Bifröst, d. 3. desember 1918.
6. Guðmunda Gunnarsdóttir húsfreyja, verkalýðsfrömuður, bæjarfulltrúi, f. 30. júlí 1920 á Oddsstöðum, d. 25. maí 2009.
7. Eggert Gunnarsson skipasmíðameistari, f. 4. september 1922 í Brúarhúsi, (Horninu, Vestmannabraut 1), d. 4. janúar 1991.
8. Guðni Kristinn Gunnarsson verkfræðingur í Bandaríkjunum, verksmiðjustjóri, f. 25. október 1925 í Brúarhúsi, d. 10. júlí 1984.
9. Jón Gunnarsson vélstjóri, skipasmíðameistari, f. 2. desember 1927 í Brúarhúsi, d. 4. desember 2005.
10. Svava Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1929 í Brúarhúsi.
11. Þorsteinn Gunnarsson vélstjóri, f. 1. nóvember 1932 í Brúarhúsi, d. 24. maí 1958.
12. Þórunn Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 7. mars 1939 í Brúarhúsi, d. 12. júní 2020.
Börn Gunnars Marels og [[Kristín Jónsdóttir (Nýjabæ)|Kristínar Sigríðar Jónsdóttur:
13. Ingvar Valdimar Gunnarsson, f. 10. nóvember 1910 í Hólshúsi, d. 25. ágúst 1928.
14. Ásta Rut Gunnarsdóttir húsfreyja í Hólshúsi f. 26. janúar 1914, d. 22. desember 2000.
Barn Gunnars Marels og Jónínu Jóhannsdóttur:
15. Margrét Theodóra Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. nóvember 1911, d. 28. apríl 1991.

Guðmunda var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam í Kvöldskóla iðnaðarmanna, lagði stund á esperantomál. Hún var við nám í Húsmæðraskólanum í Hveragerði 1939-1940.
Guðmunda bar málefni verkalýðshreyfingarinnar snemma fyrir brjósti. Hún gekk í Verkakvennafélagið Snót 1937 og varð snemma virk í starfsemi félagsins, varð formaður Snótar 1959 og gegndi þeirri stöðu til ársins 1972. Guðmunda var varabæjarfulltrúi í Eyjum á árunum 1958 til 1971.
Þau Hafsteinn giftu sig 1944, eignuðust þrjú börn, en misstu eitt þeirra nýfætt. Þau bjuggu í fyrstu á Geirlandi við Vestmannabraut 8, byggðu hús og bjuggu við Kirkjubæjarbraut 15.
Hafsteinn lést 1999 og Guðmunda 2009.

I. Maður Guðmundu, (27. maí 1944), var Hafsteinn Stefánsson frá Eskifirði, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, húsa- og skipasmiður, ljóðskáld, f. 30. mars 1921 á Högnastöðum við Eskifjörð, d. 29. ágúst 1999.
Börn þeirra:
1. Róbert Viðar Hafsteinsson vélstjóri, vélvirkjameistari, vélsmíðameistari, véliðnfræðingur, f. 6. júlí 1945, d. 19. nóvember 2010. Fyrrum kona hans Jónína Ármannsdóttir.
2. Viktor Hafsteinsson, f. 15. september 1952, d. sama dag.
3. Hilmar Þór Hafsteinsson kennari, f. 15. september 1954. Kona hans Sigríður Aðalheiður Aðalbergsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.