Guðmunda Ólafsdóttir (Hólnum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. september 2019 kl. 15:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. september 2019 kl. 15:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðmunda Ólafsdóttir''' frá Hólnum við Landagötu, húsfreyja í Hafnarfirði fæddist 19. maí 1916 á Vestri-Torfastöðum í Fljótshlíð og lést 17. júlí...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmunda Ólafsdóttir frá Hólnum við Landagötu, húsfreyja í Hafnarfirði fæddist 19. maí 1916 á Vestri-Torfastöðum í Fljótshlíð og lést 17. júlí 1994 á Borgarspítalanum.
Foreldrar hennar voru Ólafur Sigurðsson bóndi, síðar á Hólnum, Landagötu 18, f. 24. febrúar 1865, d. 30. janúar 1946 og kona hans Aðalheiður Jónsdóttir húsfreyja, f. 12. október 1873, d. 24. ágúst 1933.

Börn Aðalheiðar og Ólafs í Eyjum:
1. Jóhanna Ólafsdóttir húsfreyja, f. 26. júlí 1895, d. 27. júlí 1984, kona Guðmundar Jónssonar skósmiðs.
2.Guðrún Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 10. september 1897, d. 2. janúar 1957, kona Carls Gränz málara- og trésmíðameistara.
3. Aðalheiður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 5. nóvember 1901, d. 28. desember 1990, kona Guðna Ólafssonar.
4. Óskar Ólafsson frá Hólnum við Landagötu, pípulagningamaður, f. 15. ágúst 1905, d. 23. janúar 1986, maður Kristínar Jónsdóttur.
5. Jón Ólafsson sjómaður, verkamaður, síðar í Reykjavík, f. 1. apríl 1910, d. 7. nóvember 1937.
6. Ingólfur Ólafsson sjómaður, síðast í Görðum, f. 23. janúar 1914, d. 12. janúar 1941.
7. Guðmunda Ólafsdóttir vinnukona á Karlsbergi 1930, síðar húsfreyja í Hafnarfirði, f. 10. maí 1916, d. 17. júlí 1994.
8. Kjartan Ólafsson kennari, f. 3. ágúst 1917, d. 13. desember 1969. Kona hans var Sigríður Elísabet Bjarnadóttir húsfreyja.

Guðmunda var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Eyja 1925 og var með þeim á Ásbyrgi á því ári, fluttist með þeim í nýbyggt hús þeirra, Hólinn við Landagötu 1927.
Hún var vinnukona hjá Guðrúnu systur sinni á Karlsbergi 1930.
Þau Eiríkur giftu sig 1937, en hann drukknaði í október á giftingarárinu.
Guðmunda giftist Skarphéðni Gunnari 1939. Þau eignuðust sjö börn, en misstu tvö þeirra á fyrsta ári. Þau bjuggu við Hverfisgötu í Hafnarfirði, nr. 41 og síðan í Friðrikshúsi þar nr. 52.
Skarphéðinn Gunnar lést 1989 og Guðmunda 1994.

Guðmunda var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (5. júní 1937), var Eiríkur Eyjólfsson frá Skipagerði á Stokkseyri, f. 2. október 1913, drukknaði, tók út af togaranum Venusi 17. október 1937.

II. Síðari maður Guðmundu, (13. maí 1939), var Skarphéðinn Gunnar Eiðsson frá Klungurbrekku á Skógarströnd í Dal., verkamaður, f. 28. maí 1916, d. 26. maí 1989. Foreldrar hans voru Eiður Sigurðsson bóndi á Klungurbrekku, síðar sjómaður í Stykkishólmi og að lokum í Hafnarfirði, f. 25. maí 1887, d. 15. nóvember 1929, og Sigurrós Jóhannesdóttir úr Staðarsveit, húsfreyja, f. 23. janúar 1885, d. 10. apríl 1970.
Börn þeirra:
1. Eiríkur Skarphéðinsson bókari í Hafnarfirði, f. 20. ágúst 1939. Kona hans Sigríður Óskarsdóttir.
2. Sigurþór Eiður, d. á 1. ári sínu.
3. Sigurrós Skarphéðinsdóttir húsfreyja, f. 11. júní 1941 . Maður hennar Hrafn G. Johnsen.
4. Eiður Skarphéðinsson húsasmiður í Hafnarfirði, f. 15. nóvember 1944. Kona hans Eygló Ragnarsdóttir.
5. Aðalheiður Ólöf Skarphéðinsdóttir myndlistamaður í Hafnarfirði, f. 14. júní 1950. Sambýlismaður hennar Lárus Jón Guðmundsson.
6. Dóttir, d. óskírð.
7. Jóhannes Valgeir Skarphéðinsson rafvirki í Garðabæ, f. 1. apríl 1956. Kona hans Unnur Runólfsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.