Guðlaugur Hansson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Guðlaugur

Guðlaugur Hansson frá Fögruvöllum fæddist 17. apríl 1874 og lést 16. febrúar 1956. Guðlaugur var uppeldisbróðir ömmu Ása í Bæ og bjó í Litlabæ.

Guðlaugur var bæjarfulltrúi og sat 224 fundi á árunum 1923–1944. Hann bauð sig fram í fyrstu bæjarstjórnarkosningunum í Vestmannaeyjum árið 1919 fyrir A-lista en komst ekki inn.
Guðlaugur var virkur í starfi Leikfélags Vestmannaeyja.

I. Kona Guðlaugs var Málfríður Árnadóttir húsfreyja, f. 13. júlí 1870, d. 18. júní 1960.
Fósturbarn þeirra:
1. Málfríður Guðlaug Ingibergsdóttir kennari, f. 31. janúar 1907, d. 1. febrúar 1932.

Myndir