Guðlaugur Árnason (Brekkuhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Guðlaugur Árnason frá Brekkuhúsi fæddist 24. nóvember 1853 og drukknaði 27. janúar 1877.
Foreldrar hans voru Árni Guðmundsson bóndi í Brekkuhúsi, f. 18. desember 1817, d. 20. júlí 1889, og kona hans Þóra Stígsdóttir húsfreyja, f. 29. janúar 1824, d. 8. október 1892.
Guðlaugur ólst upp hjá foreldrum sínum og vann þeim.
Hann tók út í brimi, er hann gekk á reka í Brimurð 1877 á 24. aldursári.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.