Guðlaug Sigríður Sveinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Guðlaug Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja fæddist 8. apríl 1921 á Seljalandi og lést 3. mars 1977.
Foreldrar hennar voru Sveinn Guðmundsson sjómaður, síðar bóndi á Leirum u. Eyjafjöllum, en síðast í Hafnarfirði, f. 2. júlí 1891 á Þórkötlustöðum í Grindavík, d. 8. febrúar 1991, og kona hans Jónína Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. mars 1890 í Hlíð u. Eyjafjöllum, d. 14. júlí 1936.

Guðlaug var með foreldrum sínum á Seljalandi, fluttist með þeim að Leirum og fljótlega að Nýlendu u. Eyjafjöllum, fluttist með föður sínum til Hafnarfjarðar 1936.
Hún bjó á Halldórsstöðum á Vatnsleysuströnd með Gunnari og á Hlöðversnesi með Klemens, síðar í Vogum. Þau fluttust til Reykjavíkur 1963 og bjuggu þar síðast.

I. Maður hennar, (skildu), var Pétur Sveinsson frá Hruna, bifreiðastjóri í Hafnarfirði og Reykjavík, f. 16. maí 1918, d. 8. september 1985.
Börn þeirra:
1. Jón Dalmann Pétursson flutningabifreiðastjóri, býr á Sauðárkróki, f. 3. apríl 1942. Hann var sonur Guðlaugar Sigríðar. Pétur ættleiddi hann. Fyrri kona hans var María Símonardóttir, síðari kona Sigrún Angantýsdóttir.
2. Sveindís Eyfells Pétursdóttir húsfreyja, póstur, skólaliði í Vogum á Vatnsleysyströnd, f. 7. desember 1943. Maður hennar er Erlendur Magnús Guðmundsson.
3. Sigurður Oddur Pétursson bóndi á Búlandi í Skaftártungu, býr nú á Raufarhöfn, f. 23. desember 1944. Kona hans er Bergdís Jóhannsdóttir.
4. Margrét Hjördís Eyfells Pétursdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 11. febrúar 1947. Fyrri maður var Hörður Rafnsson. Síðari maður er Richard Dawson Woodhead.
5. Andrés Sævar Pétursson bifvélavirki í Kópavogi, f. 6. júní 1948. Kona hans er Ragnheiður Steina Sigurðardóttir.

II. Sambýlismaður, (skildu), var Sigmundur Agnar Júlíusson verkamaður, bóndi í Bursthúsum í Sandgerði, f. 10. desember 1903, d. 19. janúar 1979.

III. Barnsfaðir Guðlaugar var Magnús Pétursson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 12. október 1905, d. 21. ágúst 1965.
Börn þeirra, tvíburar:
6. Hafdís A. Magnúsdóttir, f. 18. maí 1950.
7. Hulda Maggý Magnúsdóttir, f. 18. maí 1950.

IV. Sambýlismaður (skildu), var Gunnar Júlíus Júlíusson á Halldórsstöðum á Vatnsleysuströnd, bóndi, síðar í Reykjavík, f. 24. janúar 1917, d. 8. mars 2002.
Börn þeirra:
8. Guðrún Marta Gunnarsdóttir, f. 16. júní 1953.
9. Júlía Halldóra Gunnarsdóttir, f. 16. júlí 1954.

V. Maður Guðlaugar var Klemens Kristmannsson verkamaður á Hlöðversnesi á Vatnsleysuströnd, f. 3. maí 1917, d. 6. nóvember 2004.
Börn þeirra:
10. Kristmann Klemensson bílasmiður, húsvörður í Reykjavík, f. 31. janúar 1960. Ókv.
11. Þuríður Ingibjörg Klemensdóttir húsfreyja, f. 17. janúar 1962. Maður hennar er Sigurbjörn Ólafsson.
12. Jónína Sigurbjörg Klemensdóttir húsfreyja, f. 17. júní 1963. Maður hennar er Guðmundur Hauksson.
13. Sveinn Hauksson iðnverkamaður, f. 30. október 1968, ókv.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.