Guðlaug Ólafsdóttir (Fagurhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. desember 2015 kl. 16:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. desember 2015 kl. 16:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðlaug Ólafsdóttir (Fagurhól)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Guðlaug Ólafsdóttir húsfreyja í Fagurhól fæddist 3. júní 1889 í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum og lést 27. október 1970 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson bóndi, f. 23. janúar 1865, d. 14. júní 1927, og kona hans Anna Skæringsdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1859, d. 13. janúar 1932.

Móðurfaðir Guðlaugar, Skæringur Árnason, var ættfaðir fjölda Eyjafólks.

Guðlaug var með foreldrum sínum til fullorðinsára. Hún fluttist til Eyja og giftist Markúsi 1913. Þau leigðu á Skaftafelli á því ári, bjuggu á Brekku 1914-1915, voru komin að Fagurhól 1916 og bjuggu þar síðan, uns þau fluttust til Reykjavíkur 1947 og bjuggu þar síðast á Vífilsgötu 2. Guðlaug lést 1970 og Markús 1980.

Maður Guðlaugar, (26. desember 1913), var Markús Sæmundsson sjómaður, verkamaður og útvegsmaður, f. 27. desember 1885 í Nikulásarhúsi í Fljótshlíð, d. 5. apríl 1980 í Reykjavík.
Börn þeirra voru:
1. Guðný Svava Markúsdóttir húsfreyja, f. 14. september 1914 á Brekku, d. 9. febrúar 1941.
2. Ólafur Jón Markússon sjómaður, f. 5. júní 1916 í Fagurhól, fórst 6. febrúar 1938.
3. Ásta Markúsdóttir, f. 26. ágúst 1919, d. 14. janúar 1923.
4. Ástþór Sveinn Markússon sjómaður, forstöðumaður, f. 18. desember 1923, d. 14. júlí 2011.
5. Viktor Markússon, f. 2. febrúar 1930, d. 26. nóvember 1930.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.