Guðjón Stefánsson (Hólatungu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðjón Stefánsson.

Guðjón Stefánsson frá Hólatungu við Hólagötu 7, húsasmíðameistari fæddist 7. janúar 1936 á Búðarfelli við Skólaveg 8 og lést 27. júlí 2022 að heimili sínu að Hólagötu 48.
Foreldrar hans voru Stefán Guðjónsson verkamaður, f. 8. maí 1904, d. 4. nóvember 1987, og kona hans Rósa Runólfsdóttir húsfreyja, f. 9. nóvember 1909, d. 25. apríl 1948.

Börn Rósu og Guðjóns:
1. Ingveldur Stefánsdóttir húsfreyja í Hólatungu, síðast í Kópavogi, f. 1. ágúst 1932, d. 24. október 1999. Maður hennar var Rögnvaldur Bjarnason lögregluþjónn, f. 3. janúar 1932, d. 26. nóvember 2002.
2. Guðjón Stefánsson trésmíðameistari, Hólagötu 48, f. 7. janúar 1936. Kona hans er Erna Tómasdóttir húsfreyja frá Efra-Hvoli, f. 29. desember 1937.

Guðjón var með foreldrum sínum, en móðir hans lést, er hann var 12 ára. Hann var með föður sínum og Ingveldi systur sinni, sem sá um heimilishald.
Guðjón lærði húsasmíði hjá Nýja Kompaníinu og í Iðnskólanum, lauk sveinsprófi 1960 og fékk síðan meistararéttindi.
Hann vann síðan við iðn sína.
Þau Erna giftu sig 1958, eignuðust sex börn. Þau bjuggu við Hólagötu 48.
Erna lést 1994 og Guðjón 2022.

I. Kona Guðjóns, (6. apríl 1958), er Erna Tómasdóttir frá Efra-Hvoli við Brekastíg 7C, húsfreyja, f. 29. desember 1937 í Hvíld við Faxastíg 14, d. 24. desember 1994.
Börn þeirra:
1. Tómas Hrafn Guðjónsson verslunarstjóri, f. 2. desember 1957 á Efra-Hvoli. Fyrrum kona hans Harpa Gísladóttir. Unnusta hans Anna Jóna Guðmundsdóttir.
2. Rósa Elísabet Guðjónsdóttir stuðningsfulltrúi, f. 26. júlí 1959. Maður hennar er Guðjón Hjörleifsson.
3. Guðjón Örn Guðjónsson vélvirki, f. 28. ágúst 1961. Kona hans Jóhanna Kristín Gunnlaugsdóttir.
4. Sóley Guðbjörg Guðjónsdóttir starfsmaður á hóteli, f. 20. nóvember 1963.
5. Bylgja Dögg Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 29. mars 1967. Maður hennar Óskar Þór Kristjánsson.
6. Stefán Orri Guðjónsson vélvirki, f. 5. júní 1969. Barnsmóðir Rósa Ólafsdóttir. Kona hans Bára Ingólfsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.