Guðjón Kr. Þorgeirsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðjón Kristinn Þorgeirsson verkamaður fæddist 13. nóvember 1905 í Eystra-Fíflholti í V.-Landeyjum og lést 13. nóvember 1983.
Foreldrar hans voru Þorgeir Þorsteinsson, síðar bóndi í Fíflholts-Suðurhjáleigu í V.-Landeyjum, f. 21. júlí 1878, d. 10. júlí 1965, og kona hans Pálfríður Jónasdóttir, f. 25. janúar 1883, d. 29. júlí 1973.

Guðjón var með foreldrum sínum í Eystra-Fíflholti 1910, með þeim, leigjendum, í Eystra-Fíflholti 1920.
Hann flutti til Eyja 1928, var fiskverkamaður.
Þau Ingibjörg giftu sig 1928, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Melstað, eignuðust Guðlaugu Þórdísi þar 1929 og Úlfar 1931, bjuggu í Sunnuhlíð við Vesturveg 30 1934, á Höfðabrekku við Faxastíg 15 1940, í Sólheimatungu við Brekastíg 14 1945.
Þau fluttu úr Eyjum síðari hluta fimmta áratugarins, bjuggu í Reykjavík.
Ingibjörg lést 1969 og Guðjón Þorgeir 1983.

I. Kona Guðjóns, (3. nóvember 1928), var Ingibjörg Úlfarsdóttir húsfreyja, f. 13. október 1893, d. 14. janúar 1969.
Börn þeirra:
1. Guðlaug Þórdís Guðjónsdóttir, f. 23. desember 1929 á Melstað, d. 21. júlí 2023.
2. Úlfar Guðjónsson, f. 9. október 1931 á á Melstað, d. 15. júní 1998.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.