Guðjón Jónsson (Nýjabæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. ágúst 2018 kl. 11:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. ágúst 2018 kl. 11:29 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Guðjón Jónsson rakari.

Guðjón Jónsson rakari fæddist 23. janúar 1912 í Nýjabæ og lést 16. janúar 1998 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Guðrún Guðný Jónsdóttir vinnukona frá Hallgeirsey í A-Landeyjum, f. 10. janúar 1873, d. 9. september 1957, og barnsfaðir hennar Jón Guðlaugsson frá Hallgeirsey, lögregluþjónn, síðar skósmiður, f. 5. maí 1872, d. 6. nóvember 1967.

Hálfsystir Guðjóns í Eyjum var Guðlaug Ingveldur Bergþórsdóttir húsfreyja í Njarðvík, f. 18. nóvember 1908, d. 4. apríl 1985.
Móðurmóðir Guðjóns var Guðrún Bergsdóttir, húsfreyja í Hallgeirsey, en dvaldi í Svaðkoti síðustu æviár sín.
Móðursystkini Guðjóns í Eyjum voru:
1. Steinvör Jónsdóttir húsfreyja í Nýjabæ.
2. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Svaðkoti og síðan í Suðurgarði
3. Jón Jónsson öryrki í Svaðkoti og síðan í Nýjabæ.

Guðjón fæddist hjá móðursystur sinni Steinvöru Jónsdóttur í Nýjabæ.
Hann var með móður sinni í vinnumennsku og lausamennsku hennar, í Laufholti 1913, á Skjaldbreið 1914-1917, í Stafholti 1918.
Hann fór síðan í fóstur að Felli í Mýrdal. Þar var hann 1920.
Guðjón var sjómaður í Eyjum 1930, lærði rakaraiðn hjá Árna Böðvarssyni í Eyjum og vann við iðnina í Reykjavík og á Húsavík. Á Húsavík vann hann í 23 ár.
Þau Sigrún fluttust til Reykjavíkur 1972.
Hann vann að lokum við Álverið í Straumsvík.
Guðjón lést 1998.

Kona Guðjóns, (7. maí 1938), var Sigrún Jónsdóttir frá Kirkjubæ, f. 13. október 1913, d. 9. desember 2002..
Börn þeirra voru:
1. Jóna Hólmfríður Guðjónsdóttir, f. 18. mars. 1934 í Eyjum.
2. Gunnhildur Gíslný Guðjónsdóttir, f. 31. janúar 1938 í Reykjavík.
3. Birna Margrét Guðjónsdóttir, f. 23. júlí 1949.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 23. janúar 1998. Minningargrein.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.