Guðjón Jónsson (Lágafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Guðjón Jónsson sjómaður, útgerðarmaður, matsveinn fæddist 3. nóvember 1905 í Lambhúshólskoti u. Eyjafjöllum og lést 22. janúar 1965.
Foreldrar hans voru Jón Jóngeirsson bóndi í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, f. 10. ágúst 1865, d. 11. apríl 1940, og kona hans Margrét Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1868 í Sperðli, d. 23. desember 1937 í Brautarholti.

Móðursystkini Guðjóns í Eyjum:
1. Magnús Guðlaugsson formaður í Fagurlyst, síðari maður Guðrúnar Þorkelsdóttur húsfreyju; hann f. 28. maí 1863, drukknaði 20. maí 1901.
2. Guðbjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja í Jakobshúsi, f. 30. ágúst 1874, d. 17. febrúar 1965. Menn hennar voru Sigurður Sigurðsson í Túni, Jakob Tranberg og Einar Einarsson frá Norðurgarði.

Börn Margrétar Guðlaugsdóttur og Jóns Jóngeirssonar í Eyjum:
1. Gunnlaugur Júlíus Jónsson múrarameistari í Stafholti, f. 31. júlí 1895 í Krókatúni, d. 4. september 1978.
2. Ingibergur Jónsson sjómaður, verkamaður, f. 12. júlí 1897 í Krókatúni u. Eyjafjöllum, d. 15. apríl 1960.
3. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Litlalandi, f. 17. maí 1899 í Lambhúshólskoti, d. 16. mars 1992.
4. Magnús Jónsson bóndi, verkamaður, f. 8. júlí 1901 í Lambhúshólskoti, d. 3. júlí 1986.
5. Sigurður Jónsson sjómaður, f. 28. júlí 1902 í Lambhúshólskoti, drukknaði 27. febrúar 1919, féll út af vb. Skuld.
6. Guðjón Jónsson útgerðarmaður, f. 3. nóvember 1905 í Lambhúshólskoti, d. 22. janúar 1965.
7. Ólafur Jónsson skipasmiður í Nýhöfn, f. 15. maí 1908 í Lambhúshólskoti, d. 12. júlí 1998.

Guðjón var með foreldrum sínum í Vesturholtum 1910 og 1920. Hann fluttist til Eyja 1926 og bjó með Karólínu í Nýhöfn 1930. Þar var einnig barn Karólínu, Alda Andrésdóttir. Þau bjuggu á Lágafelli 1932, í Jómsborg 1933, í Brautarholti 1935, á Heiði 1936. Þá bjuggu þau í Vinaminni 1937 og 1940, voru farin úr Eyjum í lok árs 1945.
Guðjón nam á matsveinanámskeiði Gagnnfræðaskólans 1937, (sjá mynd).


ctr


Aftari röð frá vinstri: Kristján Thorberg, Garðstöðum, Hlöðver Johnsen, Suðurgarði, Gestur Auðunsson, Sólheimum, Jóhann Kristjánsson, Skipholti, Pétur Sigurðsson, Pétur Guðbjartsson, Brimhólabraut.
- Fremri röð frá vinstri: Guðjón Jónsson, Vinaminni, Ármann Bjarnason, Hásteinsvegi, Sigurbjörn Ásbjörnsson, matreiðslukennari, Ögmundur Sigurðsson, Landakoti og Vigfús Guðmundsson, Vallartúni. Mynd úr Bliki 1974, Skýrsla um matsveinanámskeið Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum 1937.

Hann var matsveinn á Tryggvaskála um skeið. Þau Karólína fluttust síðan á Hvolsvöll og þar lést hann 1965, var jarðsettur í Stóra-Dalskirkjugarði.

Sambýliskona Guðjóns var Árný Karólína Björnsdóttir frá Efranesi á Skaga, f. 16. desember 1906, d. 14. október 2003.
Börn þeirra:
1. Sigurbjörg Guðjónsdóttir, f. 5. janúar 1932 á Lágafelli, d. 3. desember 2014.
2. Erla Guðjónsdóttir, f. 20. september 1933 í Jómsborg, d. 1. janúar 1966.
3. Kristinn Björn Guðjónsson, f. 4. febrúar 1935 í Brautarholti, d. 31. júlí 2015.
4. Sigurlaug Guðjónsdóttir, f. 14. nóvember 1937 í Vinaminni.
Fósturdóttir Guðjóns, dóttir Karólínu frá fyrra sambandi:
5. Alda Andrésdóttir húsfreyja, bankafulltrúi í Hveragerði, f. 24. apríl 1928 á Miðhúsum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.