Guðfinnur Sigurjónsson (Reykjadal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Guðfinnur Sigurjónsson frá Reykjadal, verkamaður fæddist 26. september 1929 í Skipholti á Ólafsfirði og lést 23. maí 1994.
Foreldrar hans voru Sigurjón Jónsson vélstjóri, formaður frá Ólafsfirði, f. 2. janúar 1903 á Brimnesi þar, d. 9. apríl 1978, og kona hans María Þuríður Kristjánsdóttir frá Reykjadal, f. 30. apríl 1908 í Ási, d. 21. desember 1992.

Börn Maríu og Sigurjóns voru:
1. Kristján Guðni Sigurjónsson, f. 1. febrúar 1928, d. sama ár.
2. Guðfinnur Sigurjónsson verkamaður í Keflavík, f. 26. september 1929 í Ólafsfirði, d. 23. maí 1994. Kona hans var Helga Árnadóttir Bachmann.
3. Kristján Guðni Sigurjónsson sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, fiskverkandi í Eyjum, f. 3. ágúst 1931 í Ólafsfirði, d. 15. desember 1983. Kona hans var Sigurveig Margrét Ólafsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja.
4. Jón Ármann Sigurjónsson vélstjóri, netagerðarmeistari í Garðabæ, f. 15. desember 1940 í Reykjadal við Brekastíg. Kona hans er Sigríður Kristjánsdóttir húsfreyja, bókhaldari.

Guðfinnur ólst upp með foreldrum sínum á Ólafsfirði og í Reykjadal og fluttist með þeim til Eyja 1935 og var með þeim til fullorðinsára.
Þau Helga bjuggu í Franska spítalanum 1949 og við giftingu og skírn Þorkels Sævars 1950, á Brekastíg 4 við fæðingu Guðbjargar 1958 og Sigurjóns Arnar 1961. Þau bjuggu síðan á Hólagötu 31 til Goss.
Þau fluttust til Keflavíkur og bjuggu þar til ársins 1984, er þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan, síðast í Eskihlíð 22a.
Guðfinnur lést 1994. Helga fluttist til Eyja, bjó síðast á Áshamri 59. Hún lést 1999.

I. Kona Guðfinns, (14. október 1950), var Helga Árnadóttir Bachmann húsfreyja, ræstingastjóri, f. 26. júlí 1931 í Eyjum, d. 16. nóvember 1999.
1. Þorkell Sævar Guðfinnsson sparisjóðsstjóri á Þórshöfn, f. 29. maí 1950 á Sj.
2. Guðbjörg Antónía Guðfinnsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 8. nóvember 1958 á Sj.
3. Sigurjón Örn Guðfinnsson áður skrifstofustjóri hjá Birgðastofnun varnarliðsins á Keflavíkurvelli, f. 19. maí 1961 á Brekastíg 4.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 2. júlí 1994. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.