Guðfinna Pétursdóttir (Miðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Guðrún Guðfinna Pétursdóttir húsfreyja frá Skálateigi í Norðfirði fæddist 31. ágúst 1900 og lést 21. mars 1976.
Faðir hennar var Pétur bóndi í Skálateigi, síðar fiskimatsmaður á Eskifirði, f. 30. september 1877 á Ormsstöðum í Norðfirði, d. 2. nóvember 1930, Bjarnason bónda í Ormsstaðahjáleigu og Skálateigi, f. 18. janúar 1853, d. 8. október 1920, Péturssonar, og konu Bjarna Guðrúnar húsfreyju, f. 10. september 1847, d. 29. ágúst 1929, Marteinsdóttur bónda og útgerðarmanns í Sandvík í Norðfjarðarhreppi, f. 13. september 1824, d. 12. maí 1861, Magnússonar, og fyrstu konu Marteins Guðrúnar Jónsdóttur húsfreyju, f. um 1823, d. 12. september 1847.

Móðir Guðfinnu var Jóhanna húsfreyja, f. 30. september 1879 á Rútsstöðum í Auðkúlusókn, A-Hún, d. 17. desember 1935, Erlendsdóttir vinnumanns, f. 1848, fluttist til Vesturheims, d. 19. október 1928, Þórðarsonar bónda á Kotá í Eyjafirði, f. 23. ágúst 1816, Erlendssonar, og barnsmóður Erlendar, Rósu vinnukonu, f. 20. ágúst 1846, fór til Vesturheims 1888, Guðmundsdóttur.

Guðfinna og Ingigerður Jóhannsdóttir húsfreyja í Goðasteini, f. 6. september 1902, d. 10. desember 1993, voru systkinabörn. Guðrún móðir Guðfinnu og Jóhann faðir Ingigerðar voru hálfsystkini, - börn Marteins Magnússonar bónda og formanns í Sandvík.

Guðfinna var með foreldrum sínum í Fremri-Skálateigi í Norðfirði 1910, var vinnukona í Reykjavík 1920.
Þau Björgvin komu með Kristin til Eyja frá Reyðarfirði 1924, bjuggu á Búðarfelli 1927.
Þau bjuggu á Strandvegi 1C 1930, á Miðhúsum 1934.
Fjölskyldan fluttist til Borgarfjarðar eystra og þar var Björgvin útgerðarmaður 1950.
Hann lést 1961 og Guðrún Guðfinna 1976.

Maður Guðfinnu, (1. nóvember 1923), var Björgvin Vilhjálmsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 30. júlí 1897, d. 9. nóvember 1961.
Barn þeirra í Eyjum var
1. Kristinn Björgvinsson sjómaður, síðast á Krókahrauni í Hafnarfirði, f. 5. febrúar 1924, d. 8. apríl 1996. Kona hans Guðbjörg Erlendsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.