Guðfinna Gísladóttir yngri (Juliushaab)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. febrúar 2018 kl. 11:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. febrúar 2018 kl. 11:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðfinna Gísladóttir yngri (Juliushaab)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Guðfinna Gísladóttir frá Juliushaab, húsfreyja í Reykjavík fæddist 15. júlí 1870 í Sjólyst og lést 2. ágúst 1954.
Foreldrar hennar voru Gísli Engilbertsson verslunarstjóri, f. 15. ágúst 1834, d. 8. ágúst 1919, og kona hans Ragnhildur Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 19. október 1844 í Eyvindarmúla, d. 12. maí 1925.

Börn Ragnhildar og Gísla í Eyjum voru:
1. Guðfinna Gísladóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 15. júlí 1870, d. 2. ágúst 1854.
2. Katrín Gísladóttir, f. 28. september 1872, d. 21. ágúst 1873.
3. Katrín Gísladóttir húsfreyja á Sunnuhvoli, f. 20. janúar 1875, d. 6. apríl 1962.
4. Engilbert Gíslason málari, listmálari, f. 12. október 1877, d. 7. desember 1971.
5. Þórarinn Gíslason gjaldkeri á Lundi, f. 4. júní 1880, d. 12. febrúar 1930.
6. Elínborg Gísladóttir húsfreyja í Laufási, f. 1. nóvember 1883, d. 5. mars 1974.
Fósturbarn þeirra var
7. Matthildur Ólafsdóttir, f. 27. maí 1897, d. 9. júlí 1918. Foreldrar hennar voru Ólafur Svipmundsson bóndi og kona hans Þorbjörg Pétursdóttir, f. 19. september 1864, d. 18. ágúst 1903.

Guðfinna ólst upp hjá foreldrum sínum.
Hún fluttist til Reykjavíkur 1896, fluttist til Kaupmannahafnar, vann við sauma, fluttist heim 1903, titluð saumakona. Hún giftist Halldóri í Eyjum 1905. Þau bjuggu síðan í Reykjavík, eignuðust tvö börn.
Halldór lést 1924, en Guðfinna 1954.

I. Maður Guðfinnu, (14. október 1905 í Eyjum), var Halldór Guðmundsson rafmagnsfræðingur í Reykjavík, f. 14. nóvember 1874 í Eyjarhólum í Mýrdal, d. 15. mars 1924. Foreldrar hans voru Guðmundur bóndi í Eyjarhólum, síðar í Laxnesi í Mosfellssveit, f. 15. maí 1832, d. 21. apríl 1915, Ólafsson bónda í Eyjarhólum, f. 17. ágúst 1791, d. 20. júni 1869, Högnasonar, og konu Ólafs, Ingveldar húsfreyju, f. 1793 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 21. desember 1883 á Felli í Mýrdal, Jónsdóttur.
Kona Guðmundar Ólafssonar og móðir Halldórs rafmagnsfræðings var Guðrún húsfreyja, f. 5. september 1833 í Vatnsdal í Fljótshlíð, d. 22. september 1889, Þorsteinsdóttir bónda og jarðyrkjumanns í Úthlíð í Biskupstungum og víðar, f. 5. mars 1797 á Hvoli í Mýrdal, d. 20. ágúst 1875 í Reykjavík, Þorsteinssonar, og fyrri konu Þorsteins Þorsteinssonar, Steinunnar húsfreyju, f. 1795 í Steinasókn u. Eyjafjöllum, f. 17. nóvember 1795, d. 14. júlí 1846.
Börn Guðfinnu og Halldórs voru:
1. Gísli Halldórsson vélaverkfræðingur, framkvæmdastjóri í Reykjavík, borgarfulltrúi, f. 14. febrúar 1907, d. 24. ágúst 1966. Hann var hönnuður bygginga, ýmissa tækja fyrir sjávarútveg og vinnslu sjávarafurða og nýtingu hverahita. Konur hans: 1. Hjördís Esther Bigom, 2. Sigríður Einarsdóttir, 3. Celia Gross, 4. Kolbrún Jónsdóttir.
2. Hildigunnur Halldórsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. janúar 1912, d. 13. ágúst 1992. Maður hennar var Ólafur Þórðarson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.