Guðfinna Edda Eggertsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðfinna Edda Eggertsdóttir frá Víðivöllum, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 14. desember 1955.
Foreldrar hennar voru Eggert Gunnarsson skipasmíðameistari, f. 4. september 1922, d. 4. janúar 1991, og kona hans Jóna Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja, f. 17. nóvember 1927, d. 12. mars 2010.

Börn Jónu Guðrúnar og Eggerts:
1. Ólafur stýrimaður, 15. febrúar 1948.
2. Svava húsfreyja, 13. mars 1952, d. 9. júní 2005.
3. Gunnar skipasmíðameistari, f. 11. nóvember 1954.
4. Guðfinna húsfreyja og bankastarfsmaður, 14. desember 1955.
5. Sigurlaug húsfreyja og leikskólakennari, f. 22. júní 1961.
6. Óskar vélavörður, f. 11 apríl 1966, d. 16. apríl 2000.

Guðfinna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var í fimmta bekk í Gagnfræðaskólanum við Gosið 1973, lauk verslunarprófi í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og síðar stúdentsprófi þar árið 2000.
Guðfinna vann í Apótekinu í Eyjum fyrir og eftir Gos, en vann síðan hjá Reiknistofnun bankanna í Reykjavík í 35 ár.
Þau Kristinn Agnar giftu sig 1978, eignuðust þrjú börn, en misstu eitt barn á níunda árinu. Þau bjuggu við Sóleyjargötu 12 í Eyjum, í Steinagerði í Reykjavík, síðan í Næfurási þar í 20 ár, en búa nú í Þorrasölum í Kópavogi.

I. Maður Guðfinnu Eddu, (6. maí 1978), er Kristinn Agnar Hermansen frá Herjólfsgötu 7, málarameistari, f. 24. október 1950.
Börn þeirra:
1. Guðni Agnar Kristinsson flugvirki, flugmaður, f. 19. janúar 1978. Kona hans Arna Hilmarsdóttir.
2. Elín Ósk Kristinsdóttir, f. 21. ágúst 1983, d. 31. janúar 1992.
3. Jóna Guðrún Kristinsdóttir, nemi í landslagsarkitektúr, f. 21. janúar 1991. Sambúðarmaður hennar Eyjólfur Edvard Jónsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.