Guðbjörn Guðjónsson (Reykjum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Guðbjörn Guðjónsson.

Guðbjörn Guðjónsson frá Reykjum, vélvirkjameistari fæddist 14. apríl 1925 að Ásbyrgi og lést 24. apríl 2012 í Hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson skipstjóri, verkamaður, slátrari, f. 10. febrúar 1892 á Selalæk á Rangárvöllum, d. 14. maí 1967, og kona hans Bergþóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1894 í Bakkakoti u. Eyjafjöllum, d. 20. desember 1989.

Börn Bergþóru og Guðjóns:
1. Jón Óskar Guðjónsson, f. 26. júní 1917 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 25. apríl 1940 ú berklum.
2. Guðmundur Guðjónsson rekstrarstjóri í Kópavogi, f. 9. febrúar 1920, d. 5. ágúst 2008. Kona hans Ása Gissurardóttir.
3. Þórhallur Ármann Guðjónsson, f. 8. febrúar 1921 á Eystri-Gjábakka, d. 14. maí 1921.
4. Jóhanna Guðjónsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 5. júní 1922 í Ásbyrgi, d. 26. júní 2017.
5. Guðbjörn Guðjónsson vélvirkjameistari, verksmiðjustjóri, f. 14. apríl 1924 í Ásbyrgi, d. 24. apríl 2012.
6. Þorleifur Guðjónsson vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 23. júní 1926 á Reykjum, d. 24. nóvember 1974.
7. Magnús Guðjónsson bifreiðastjóri, f. 24. janúar 1929 á Reykjum.
8. Þórhallur Ármann Guðjónsson verkstjóri, f. 27. október 1931 á Reykjum.
9. Lilja Guðjónsdóttir, f. 10. apríl 1933 á Reykjum, d. 3. janúar 1941.
10. Haukur Guðjónsson bifreiðastjóri, f. 13. mars 1938 á Reykjum.

Guðbjörn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk vélstjóraprófi í Mótorvélskóla Fiskifélags Íslands er haldinn var í Vestmannaeyjum. Hann fór síðan í nám í Vélsmiðjunni Héðni hf. árið 1943 í Reykjavík, samhliða námi í Iðnskólanum í Reykjavík. Hann fékk sveinsbréf í vélvirkjun 1949 og meistarabréf 1953.
Hann var sjómaður í Eyjum á vertíð 1941, vann hjá Héðni í Reykjavík víðsvegar um land við uppsetningu á frystihúsum og fiskimjölsverksmiðjum. Þá varð hann verksmiðjustjóri í Fiskimjölsverksmiðju Eskifjarðar 1962-1970, en lauk starfsferli sínum hjá sjávarafurðadeild Sambands Íslenskra samvinnufélaga, var starfsmaður í umbúða- og veiðarfæradeildinni og annaðist sölu og þjónustu á ýmsum vélum, tækjum og fleiri rekstrarvörum, sem deildin útvegaði og seldi til framleiðenda innan vébanda sinna.
Þau Katrín giftu sig 1948, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Reykjavík á Sogavegi 220, en síðar í Haukanes 5 í Garðabæ.
Katrín lést 2009 og Guðbjörn 2012.

I. Kona Guðbjörns, (8. júní 1948), var Katrín Sesselja Valtýsdóttir frá Vallholti og Selárbakka á Árskógsströnd í Eyjafirði, f. 8. júni 1923 í Vallholti og lést 16. október 2009 á Landspítalanum í Fossvogi. Foreldrar hennar voru Valtýr Jónsson bóndi frá Hrafnagili í Þorvaldsdal í Eyjafirði, f. 28. september 1896, d. 29. október 1976, og kona hans Rakel Jóhanna Jóhannsdóttir frá Selárbakka, húsfreyja, f. 28. ágúst 1891, d. 17. nóvember 1958.
Barn þeirra:
1. Bergþóra Guðbjörnsdóttir húsfreyja, f. 20. september 1947. Hún hefur búið í Bandaríkjunum frá 1968. Maður hennar Karl Ásmundsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 4. maí 2012 og 2. nóvember 2009. Minning Guðbjörns og Katrínar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.