Guðbjörg Matthíasdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Guðbjörg og Sigurður.

Guðbjörg Magnea Matthíasdóttir er fædd 14. mars 1952 í Reykjavík. Árið 1976 giftist Guðbjörg Sigurði Einarssyni en hann lést 4. október 2000. Guðbjörg og Sigurður bjuggu allan sinn búskap í Vestmannaeyjum og eignuðust fjóra syni, Einar, Sigurð, Magnús og Kristin. Guðbjörg á heimili að Birkihlíð.

Guðbjörg lauk stúdentsprófi frá Verslunarskólanum 1973, útskrifaðist sem kennari árið 1976 en kenndi í Lögregluskólanum í Reykjavík frá 1973 til 1976 og hóf störf sem kennari við Barnaskóla Vestmannaeyja árið 1976. Eftir lát Sigurðar á Guðbjörg Ísfélag Vestmannaeyja að mestu. Guðbjörg situr í stjórn Ísfélagsins og Tryggingamiðstöðvarinnar þar sem hún er stór hluthafii. Hún situr auk þess í stjórn Landsbanka Íslands.

Guðbjörg var formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Eyglóar þar til það var lagt niður árið 2007. Guðbjörg sat í 11. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórnakosninga 2006. Guðbjörg er einnig í sóknarnefnd Ofanleitissóknar.