Guðbjörg Jónsdóttir (Jóhannshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. september 2018 kl. 15:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. september 2018 kl. 15:31 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Guðbjörg Jónsdóttir frá Nabba í Flóa, húsfreyja í Jóhannshúsi fæddist 13. október 1883 og lést 13. september 1980.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi, f. 29. september 1845, d. 21. janúar 1931, og kona hans Guðfinna Helgadóttir húsfreyja, f. 24. september 1851, d. 17. nóvember 1929.

Guðbjörg var með foreldrum sínum á Nabba 1890, í Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi 1901.
Þau Steindór giftu sig 1904, bjuggu í Götuhúsum á Stokkseyri 1910 með barninu Guðfinnu Jónu.
Þau fluttust til Eyja 1913, leigðu á Staðarfelli hjá Einari bróður Steindórs 1913 og 1914, á Geirlandi 1915 og 1916, í Jóhannshúsi við Vesturveg 4 1917 og síðan.
Steindór lést 1974 og Guðbjörg 1980

Maður Guðbjargar, (1904), var Steindór Sæmundsson bifreiðastjóri, f. 9. desember 1884, d. 14. desember 1974.
Börn þeirra:
1. Sófónías Sæmundur Steindórsson, f. 21. október 1905, d. 6. desember 1907.
2. Guðfinna Jóna Steindórsdóttir Wíum húsfreyja, f. 27. febrúar 1909 í Stokkseyrarsókn, d. 14. maí 1998.
3. Óskar Steindórsson kvikmyndasýningamaður, f. 28. maí 1920 í Jóhannshúsi, d. 14. febrúar 2002.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.