Guðbjörg Guðmundsdóttir (Hvanneyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. september 2020 kl. 10:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. september 2020 kl. 10:07 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja frá Batavíu fæddist 18. október 1891 og lést 27. apríl 1965.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Ögmundsson vitavörður í Batavíu, f. 13. maí 1842, d. 19. nóvember 1914, og síðari kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 13. maí 1855, d. 16. febrúar 1906.

Guðbjörg var með foreldrum sínum í bernsku, en var á dvöl á Vegamótum 1901 hjá Hjálmari Eiríkssyni kennara og Sigurbjörgu Pétursdóttur.
Hún giftist Kristjáni 1909. Þau bjuggu á Felli 1910 við fæðingu Ingibergs, en í Görðum við manntal 1910.
Þau byggðu Hvanneyri, Vestmannabraut 60 árið 1912 og bjuggu þar síðan. Kristján lést 1925, en Guðbjörg bjó áfram á Hvanneyri.
Guðbjörg var ekkja og húsfreyja á Hvanneyri 1930, bjó þar til dd.
Hún lést 1965.

Maður Guðbjargar, (19. desember 1909), var Kristján Einarsson bátsformaður, f. 10. mars 1878 í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, d. 16. desember 1925.
Börn þeirra hér:
1. Ingibergur Kristjánsson, f. 9. mars 1910, d. 25. mars 1910.
2. Ingibjörg Þorvaldsína Kristjánsdóttir, f. 13. október 1911, d. 1930.
3. Guðmundur Kristjánsson, f. 23. júní 1915, d. 29. mars 1986.
4. Sigurborg Sigríður Kristjánsdóttir, f. 4. júlí 1916, d. 15. september 1981.
5. Guðrún Magnússína Kristjánsdóttir, f. 2. janúar 1919, d. 15. apríl 1994.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.