Guðbjörg Þorsteinsdóttir (Lambhaga)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Guðbjörg Þorsteinsdóttir.

Guðbjörg Þorsteinsdóttir frá Lambhaga, húsfreyja, verslunarmaður fæddist 10. apríl 1921 á Strönd og lést 20. október 2009 á Droplaugarstöðum.
Foreldrar hennar voru Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. maí 1891 í Einholti á Mýrum í A-Skaft., d. 16. júní 1981, og maður hennar Þorsteinn Þorsteinsson útgerðarmaður, verkamaður, f. 16. júní 1893, d. 14. september 1937.

Börn Kristínar og Þorsteins:
1. Guðbjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja á Bessastöðum á Álftanesi, f. 10. apríl 1921 á Strönd, d. 20. október 2009.
2. Þórarinn Þorsteinsson kaupmaður í Turninum, f. 29. júlí 1923, d. 26. febrúar 1984.
3. Þorsteinn Guðbjörn Þorsteinsson vélstjóri, f. 17. janúar 1927, d. 1. mars 2008.

Guðbjörg var með foreldrum sínum í Lambhaga 1921 og 1930, vinnukona hjá Sigurði Gunnarssyni og Sigríði Geirsdóttur á Heimagötu 25 1940, með ekkjunni móður sinni í Hjálmholti 1945, verslunarmær hjá Gunnari Ólafssyni og Co og bjó með móður sinni í Hjálmholti 1949.
Guðbjörg fluttist til Álftaness 1953 og vann við Bessastaðabúið, giftist Kristjóni 1954, bjó á Bessastöðum og eignaðist þrjú börn.
Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur 1977. Þar starfaði Guðbjörg um tíma við afgreiðslustörf í Ingólfsbrunni í Miðbæjarmarkaði.
Guðbjörg dvaldi í Foldabæ, heimili fyrir m.a. Alzheimer-sjúklinga í 6 ár, en tvö síðustu árin dvaldi hún á Droplaugarstöðum.
Kristjón lést 1981 og Guðbjörg 2009.

I. Maður Guðbjargar, (27. febrúar 1954), var Kristjón Ingibert Kristjánsson forsetabifreiðarstjóri, f. 25. september 1908, d. 18. október 1981. Foreldrar hans voru Kristján Pálsson, f. 25. ágúst 1880, d. 21. október 1962, og Danfríður Brynjólfsdóttir, f. 25. júní 1884, d. 17. ágúst 1958.
Börn Guðbjargar og Kristjóns:
1. Steina Kristín Kristjónsdóttir húsfreyja, hársnyrtir, f. 30. janúar 1955. Barnsfaðir hennar er Lárus Jóhann Jóhannsson, f. 29. janúar 1954.
2. Erla Danfríður Kristjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, f. 19. júní 1957. Maður hennar er Sverrir Jónsson læknir, f. 15. júní 1954.
3. Kristján Brynjólfur Kristjónsson, f. 30. maí 1962, d. 14. janúar 1981.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.