Guðrún Ásgrímsdóttir (Hákonarhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. nóvember 2017 kl. 15:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. nóvember 2017 kl. 15:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðrún Ásgrímsdóttir (Hákonarhúsi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Ásgrímsdóttir vinnukona víða, húskona, húsfreyja í Hvalnesi og á Kömbum í Stöðvarfirði, síðast í dvöl hjá dóttur sinni í Eyjum fæddist 30. maí 1857 í Prestsbakkakoti á Síðu og lést 25. febrúar 1953 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Ásgrímur Ólafsson vinnumaður víða, húsmaður, bóndi í Þykkvabæ í Landbroti, síðan í Efri-Vík í Mýrdal og síðast á Breiðabólstað á Síðu, f. 9. september 1804 í Efri-Vík, d. 20. júní 1866 á Breiðabólstað, og kona hans Guðrún Eiríksdóttir vinnukona, húsfreyja, f. 2. október 1832.

Guðrún var með foreldrum sínum í Prestsbakkakoti til 1858, í Þykkvabæ í Landbroti 1858-1864, í Efri-Vík í Mýrdal 1863-1865, á Breiðabólstað á Síðu 1865-1868. Hún var ómagi á Prestsbakka á Síðu 1868-1870, léttastúlka á Breiðabólstað 1870-1871, niðursetningur á Hunkubökkum á Síðu 1871-1872, vinnukona þar 1872-1873, á Prestsbakka 1873-1878. Þar eignaðist hún Ásgrím 1877 og missti hann 1878. Hún var vinnukona í Prestsbakkakoti 1878-1879, fór þá að Heinabergi á Mýrum í A-Skaft. og var vinnukona þar 1880.
Þau Guðmundur voru bændur á Hvalnesi í Stöðvarfirði 1882 og 1883, giftu sig þá, bændur þar 1884 og eignuðust Vilhelmínu þar 1884. Einn af bændum þar var Guðmundur bróðir Guðrúnar.
Þau voru á Kambi í Stöðvarfirði 1885, en þar var Guðmundur vinnumaður, húsfólk þar 1886 og þar eignuðust þau Ásmund.
Þau eignuðust Ólaf í Stekkjarhjáleigu í Hamarsfirði 1888, áttu heimili á Búlandsnesi í Hamarsfirði 1890 og þar voru börn þeirra Ólafur Andrés, Ásmundur, Guðrún Vilhelmína.
Þau Guðmundur skildu samvistir um 1901.
Guðrún var á Snjallsteinshöfðahjáleigu í Landsveit 1897, kom þá þaðan að Keldum á Rangárvöllum og var vinnukona á Þorleifsstöðum á Rangárvöllum 1901, sögð gift, fór þaðan í Fljótshlíð 1903 og var vinnukona í Nikulásarhúsum 1910.
Hún kom til Vilhelmínu dóttur sinnar í Höfnum á Reykjanesi 1912 og var þar 1920, skráð ekkja.
Þaðan fluttist hún til Eyja 1922 og var þar hjá Vilhelmínu dóttur sinni til æviloka.

I. Maður Guðrúnar, (1883, skildu samvistir), var Guðmundur Guðmundsson vinnumaður víða, húsmaður, bóndi á Hvalnesi og Kömbum í Stöðvarfirði, síðar vinnumaður á Breiðabólstað í Fljótshlíð, f. 19. september 1843 í Lambhaga á Rangárvöllum, d. 16. ágúst 1914. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson bóndi, f. í nóvember 1802 á Strönd á Rangárvöllum, d. 5. júli 1864 í Lambhaga, og kona hans Arndís Jónsdóttir húsfreyja og síðar bóndi í Lambhaga, f. 1. júlí 1815 á Stóra-Hofi á Rangárvöllum, d. 21. febrúar 1888 á Breiðabólstað í Ölfusi.
Börn þeirra:
1. Ásgrímur Guðmundsson, f. 20. júlí 1877, d. 6. nóvember 1878.
2. Guðrún Vilhelmína Guðmundsdóttir húsfreyja á Kirkjuvegi 88, (Hákonarhúsi), f. 5. ágúst 1884 á Hvalnesi í Stöðvarfirði, d. 1. júní 1968.
3. Ásmundur V. Guðmundsson útvegsbóndi í Neskaupstað, f. 26. ágúst 1886 á Kömbum í Stöðvarfirði, d. 6. ágúst 1968.
4. Ólafur Andrés Guðmundsson verkamaður í Oddhól, f. 14. október 1888 í Stekkjarhjáleigu í Hamarsfirði í S-Múl., d. 20. mars 1955.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.