Guðjón Guðmundsson (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. mars 2018 kl. 18:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. mars 2018 kl. 18:11 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðjón Guðmundsson frá Háagarði, síðar í Kanada fæddist 23. október 1881.
Foreldrar hans voru Guðmundur Þorkelsson bóndi í Háagarði, f. 7. júlí 1834, d. 14. febrúar 1897, og kona hans Margrét Magnúsdóttir húsfreyja, f. 28.október 1838, d. 11. mars 1891.

Börn Margrétar og Guðmundar voru:
1. Guðrún Guðmundsdóttir, f. 24. október 1862, gift Guðmundi Ísleifssyni á Vilborgarstöðum, f. 22. júní 1859, d. 25. desember 1903. Hún varð ekkja 1903 og fór til Vesturheims 1905 með Margréti Ísleifu Guðmundsdóttur dóttur sína.
2. Magnús Guðmundsson í Hlíðarási, f. 1. ágúst 1867.
3. Halldóra Guðmundsdóttir, f. 13. ágúst 1869, d. 20. júní 1873 úr „kverkabólgu (diphteria)“, þ.e. hin eiginlega barnaveiki.
4. Margrét Halldóra Guðmundsdóttir, f. 20. september 1873, d. 6. apríl 1924. Hún fór til Vesturheims 1904 með manni sínum Gunnari Jónssyni 25 ára, f. 26. apríl 1879, og dóttur þeirra Stefaníu Gunnarsdóttur 2 ára.
5. Vilhjálmur Guðmundsson, f. 7. nóvember 1877, d. 31. október 1923. Hann fór til Vesturheims 1905.
6. Guðjón Guðmundsson, f. 23. október 1881. Hann fór til Vesturheims 1905. Bjó í Saskatschewan 1911.
Hálfsystir Guðjóns, samfeðra, var
7. Vilborg Guðmundsdóttir, f. 26. ágúst 1856, d. 23. september 1875.

Guðjón var með foreldrum sínum í Háagarði 1890, vinnuhjú hjá Guðrúnu systur sinni þar 1901. Hann fluttist til Kanada 1905 ásamt Vilborgu Ólafsdóttur, Guðrúnu systur sinni og Margréti Ísleifu dóttur hennar.
Hann tók sér ættarnafnið Goodman.
Guðjón kvæntist Vilborgu 1905. Þau settust að í Selkirk, bjuggu þar til 1911, er þau fluttust til Foam Lakes í Saskatchewan-fylki, voru í Humbholdt og dvöldu þar til 1915, en þá fluttust þau til Winnipegosis-Village og bjuggu þar til 1949, er þau fluttust til dóttur sinnar og tengdasonar í London í Ontario-fylki og dvöldu þar síðan.
Þau Guðjón eignuðust tvær dætur vestra.

Kona Guðjóns, (1905), var Vilborg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 26. júlí 1866 í Rofabæ í Meðallandi, d. 21. desember 1954 í London í Ontario-fylki í Kanada.
Börn þeirra:
1. Guðrún Guðmunda Guðjónsdóttir, f. 14. janúar 1905. Hún fluttist til Vesturheims með foreldrum sínum nýfædd 1905. Hún nefndist Rúna Guðjónsdóttir, - Rúna Goodman, sem varð Mrs. Bannerman í Seaforth í Ontario-fylki. Maður hennar var James Bannerman.
2. Ágústa Guðný Margrét Guðjónsdóttir, - Ágústa Guðný Margrét Goodman, sem varð Mrs. Ferdine í London í Ontario-fylki. Maður hennar var Statiley Ferdine.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.