Gróa Helgadóttir (Draumbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Gróa Helgadóttir vinnukona frá Draumbæ fæddist 3. nóvember 1851, fór til Vesturheims 1889.
Foreldrar hennar voru Helgi Jónsson bóndi í Draumbæ, f. 8. september 1806, d. 3. september 1885, og sambýliskona hans Sigríður Guðmundsdóttir í Draumbæ, f. 26. september 1813, drukknaði 29. september 1855.
Gróa missti móður sína tæpra 4 ára. Hún var fósturbarn í Elínarhúsi hjá Guðrúnu Eyjólfsdóttur ekkju og húsfreyju 1860, fósturdóttir Guðrúnar 1870.
Hún var vinnukona í Sjólyst 1880, en 1884 fór hún austur á land og var vinnukona á Galtastöðum fremri í Hróarstungu á Héraði.
Gróa eignaðist barn á Galtastöðum 1888. Hún fór til Vesturheims 1889 frá Galtastöðum fremri með barnið. Hún stefndi á Winnipeg í Kanada.

I. Barnsfaðir hennar þar var Jónas Jónasson, f. 18. júní 1860 í Hróarstungu. Hann var léttadrengur, sonur vinnumanns í Miðfjarðarnesi í Skeggjastaðasókn, N.-Múl. 1880, vinnumaður á Þorvaldsstöðum þar 1901, niðursetningur þar 1910.
Barn þeirra var
1. Jón Júlíus Jónasson, f. 16. nóvember 1888 í Hróarstungu, N-Múl. Hann fór til Vesturheims frá Galtastöðum fremri, N-Múl. 1889.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.