„Gilsbakki“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 5: Lína 5:


[[Flokkur:Hús]]
[[Flokkur:Hús]]
[[Flokkur:Heimagata]]
[[Flokkur:Horfinn heimur]]

Útgáfa síðunnar 26. júní 2007 kl. 11:39

Gilsbakki; hluti steinveggsins lengst til hægri á myndinni stendur enn undan hrauninu, og er á lóðarmörkum Geirlands og Lágafells.

Húsið Gilsbakki var byggt árið 1907 og stóð við Heimagötu 14. Erlendur Árnason, trésmiður, reisti húsið og gaf því nafn sem sennilega er eftir Gilsbakka í Borgarfirði. Húsið var klætt að nýju árið 1972, en það fór undir hraun ári síðar. Gilsbakki var síðasta húsið sem fór undir hraunið í Heimaeyjargosinu. Hraunið gekk yfir Bólstað en stöðvaðist við Gilsbakka; því næst tók það Blátind en í lok gossins kviknaði í húsinu og svo fór það undir hraunið.

Þar bjuggu Gunnar Ólafsson og Þuríður G. Ottósdóttir (Stella) ásamt 5 börnum sínum þegar að gosið hófst.