Georg Hermannsson (kaupfélagsstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Georg Valdimar Hermannsson kaupfélagsstjóri fæddist 16. ágúst 1939.
Foreldrar hans voru Hermann Víglundur Búason frá Litlu-Hvalsá í Hrútafirði, hótelstjóri í Borgarnesi, síðan starfsmaður Kaupfélags Borgfirðinga, f. 7. ágúst 1909 á Litlu-Hvalsá, d. 27. október 2005, og kona hans Hallbera Sigurrós Björnsdóttir frá Svanagrund í Engihlíðarhreppi, A-Hún., húsfreyja, f. 17. desember 1911 í Neðri-Lækjardal í Engihlíðarhreppi, d. 2. mars 1986.

Georg nam í Samvinnusskólanum 1956-1958.
Hann hóf störf hjá Kaupfélagi Borgfirðinga 1955, var um 9 mánaða skeið verslunarstjóri við kaupfélagið í Ólafsfirði, síðan starfsmaður kaupfélagsins í Borgarnesi, deildarstjóri, verslunarstjóri og síðar forstöðumaður deildanna annarra en vefnaðarvörudeildar.
Georg var ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Vestmannaeyja 1973, hóf störf þar milli jóla og nýjárs og gegndi til 1980. Hann var einnig kjörinn í stjórn Sparisjóðsins og sat þar meðan hann dvaldi í Eyjum. Þá var hann kjörinn formaður stjórnar Herjólfs fljótlega eftir komuna til Eyja og sat í stjórninni meðan hann dvaldi þar.
Úr Bliki 1980:
,,Á fundi kaupfélagsstjórnarinnar í Sambandshúsinu 13. nóv. 1973 var samþykkt að auglýsa kaupfélagsstjórastöðuna til umsóknar. Þá sóttu þrír menn um hana. Einn þeirra var Georg Hermannsson í Borgarnesi, starfsmaður og trúnaðarmaður Kaupfélgs Borgfirðinga þar. Hann var ráðinn kaupfélagsstjóri. Hann hóf síðan starf við áramótin 1973/1974. Tekið var þá til með ötulleik og athafnahug að endurreisa Kaupfélagið úr rústum eftir öll þau ósköp, sem yfir höfðu dunið á undanförnu ári.“

,,Ekki hafði Georg Hermannsson starfað marga mánuði í kaupfélagsstjórastöðunni, þegar hann lét Kaupfélagið stofna svokallaðan Vörumarkað. Þar eru vörur seldar við lægra verði en almennt á sér stað í umhverfinu. Skráð er í góðri heimild, að Eyjabúar muni hafa hagnazt um 6 milljónir króna á Vörumarkaði Kaupfélagsins árið 1975 og kr. 14 milljónir árið eftir. Þá hafði Kaupfélagið 42-43 % af heildarvörusölu í kaupstaðnum. Vörumarkaður Kaupfélagsins leiðir því til mikilla kjarabóta alls almennings í kaupstaðnum.“
Við endurkomuna til Borgarness varð hann aðstoðarkaupfélagsstjóri og fjármálastjóri kaupfélagsins. Síðustu 6-7 starfsár sín var hann forstöðumaður Hyrnunnar í Borgarnesi.
Georg var m.a. formaður sambands sveitarfélaga á Vesturlandi um skeið, sat í hreppsnefnd Borgarness og var kennari við Samvinnuskólann að Bifröst 1961-1964.
Þau Helga giftu sig 1962, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu skamma stund á efri hæð Kaupfélags Vestmannaeyja við Bárustíg 6, síðan á Steinsstöðum meðan þau bjuggu í Eyjum.

ctr
Georg, Hrafnhildur og Helga Helgadóttir.

I. Kona Georgs Valdimars, (3. desember 1962), er Helga Helgadóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 12. janúar 1943 á Hásteinsvegi 7.
Börn þeirra:
1. Helgi Georgsson markaðsstjóri, grafískur hönnuður, tónlistarmaður, f. 6. september 1962 í Eyjum, d. 5. febrúar 2014. Fyrrum sambýliskona hans Anna Margrét Sveinsdóttir. Fyrrum sambýliskona hans Erla Guðmundsdóttir. Unnusta Helga Eva Lilja Rúnarsdóttir.
2. Hrafnhildur Georgsdóttir húsfreyja, kennari í Kópavogi, f. 11. mars 1976. Maður hennar Jón Óttar Birgisson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Georg.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Tröllatunguætt. Sæmundur Björnsson í samvinnu við Ættfræðistofu Þorsteins Jónssonar. Reykjavík 1991.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.