Geirlaug Þorsteinsdóttir (Fögruvöllum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. júlí 2015 kl. 21:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. júlí 2015 kl. 21:15 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Geirlaug Þorsteinsdóttir húsfreyja á Fögruvöllum fæddist 27. júlí 1834 á Seljalandi í Fljótshverfi og lést 22. mars 1919.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Bjarnason bóndi, síðast í Nýjabæ í Landbroti, f. 30. nóvember 1807 í Mörk á Síðu, d. 11. ágúst 1939 í Nýjabæ í Landbroti, og fyrri kona hans Ólöf Jónsdóttir húsfreyja f. 1805 á Þverá á Síðu, d. 2. júlí 1836 í Bakkakoti syðra í Meðallandi.

Geirlaug var með foreldrum sínum á Seljalandi og í Bakkakoti syðra fyrstu tvö ár ævinnar. Móðir hennar dó, er hún var tveggja ára.
Hún var síðan með föður sínum og stjúpu, Valgerði Gissurardóttur, í Nýjabæ 1838-1839, er faðir hennar lést og með stjúpu sinni til 1841. Ómagi var hún í Ásgarði í Landbroti 1841-1842, í Nýjabæ 1842-1846, í Skaftárdal á Síðu 1846-1847, á Breiðabólstað þar 1847-1848.
Hún fluttist frá Síðu til Eyja 1848, 14 ára vinnukona.
Geirlaug var vinnukona í Fredensbolig 1849 og enn 1852, í Godthaab 1854. Þá var hún vinnukona í Garðinum 1856-1858, í Norðurgarði 1859-1862, vinnukona á Ofanleiti 1863, er þeim Erlendi fæddist andvana sveinbarn. Hún var bústýra Erlendar á Fögruvöllum 1864 og við giftingu þeirra 1865. Á því ári fæddist Þorsteinn og Guðmundur 1868. Þau bjuggu áfram á Fögruvöllum til ársins 1871, er þau urðu húsfólk á Kirkjubæ. Þar voru þau til 1873, er Erlendur lést.
Geirlaug var vinnukona á Vesturhúsum 1874, á Ofanleiti 1875. Hún var vinnukona á Vesturhúsum 1877, á Ofanleiti 1878, í Svaðkoti 1879, og þar 1880, er Þorsteinn sonur hennar hrapaði úr Hamrinum.
Guðmundur sonur hennar drukknaði 1883.
Hún var vinnukona á Ofanleiti 1886 og 1887, í Landlyst 1888-1892.
Geirlaug fluttist úr Eyjum 1892 í Njarðvíkur og síðar í Vestri-Tungu í V-Landeyjum og síðar í Hrunamannahrepp, var þar vinnukona í Syðra-Langholti 1901 og 1910.
Hún lést 1919.

Maður Geirlaugar, (13. október 1865), var Erlendur Sigurðsson tómthúsmaður á Fögruvöllum, húsmaður á Kirkjubæ, f. 1841, d. 10. desember 1873 úr limafallssýki (holdsveiki).
Börn þeirra hér:
1. Andvana sveinbarn, f. 9. desember 1863.
2. Þorsteinn Erlendsson, f. 7. ágúst 1865, „léttadrengur frá Jómsborg“, hrapaði til bana úr Hamrinum 9. júlí 1880.
3. Guðmundur Erlendsson, f. 16. september 1868, drukknaði með Bjarna í Svaðkoti og þrem öðrum 16. júní 1883.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.