Geirlaug Guðmundsdóttir (Ártúni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. ágúst 2020 kl. 14:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. ágúst 2020 kl. 14:52 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Geirlaug Guðmundsdóttir í Ártúni húsfreyja, vinnukona fæddist 17. október 1874 u. Eyjafjöllum og lést 31. mars 1957.
Faðir Geirlaugar var Guðmundur bóndi í Steinum u. Eyjafjöllum, f. 28. júlí 1840, d. 23. febrúar 1885, varð bráðkvaddur í tröðunum heim að Stakkagerði, Helgason bónda í Steinum 1845, f. 1795 í Kálfhaga í Kaldaðarnessókn, d. 10. apríl 1863, Guðmundssonar bónda í Kálfhaga 1801, f. 1752, d. 7. maí 1824, Jónssonar og 2. konu Guðmundar í Kálfhaga.
Móðir Guðmundar Helgasonar og kona Helga í Steinum var Margrét húsfreyja í Steinum 1845, f. 10. maí 1798, d. 23. júlí 1890, Jónsdóttir bónda í Björnskoti undir Eyjafjöllum 1801, Björnssonar og konu Jóns Björnssonar, Geirlaugar Gottsveinsdóttur húsfreyju, f. 1760, d. 11. október 1825.

Móðir Geirlaugar og kona Guðmundar Helgasonar var Margrét húsfreyja í Steinum, f. 3. október 1840, d. 2. júlí 1905, Eiríksdóttir bónda á Lambhúshóli undir Eyjafjöllum 1845, f. í Skálakoti 30. júní 1787, d. 6. október 1848, Einarssonar bónda í Miðskála 1801, f. 1758, d. 4. september 1819, Sighvatssonar og konu Einars, Guðrúnar húsfreyju, f. 1759, d. 11. júlí 1843, Eiríksdóttur.
Móðir Margrétar í Steinum og kona Eiríks á Lambhúshóli var Margrét húsfreyja á Lambhúshóli 1840, skírð 29. september 1799 í Efra-Hólakoti, d. 13. júní 1873, Eyjólfsdóttir, og konu Eyjólfs, Margrétar húsfreyju í Efra-Hólakoti u. Eyjafjöllum 1801, f. 9. október 1769 á Harða-Velli u. Eyjafjöllum, Pétursdóttur.

Guðmundur faðir Geirlaugar var bróðir Jóns í Steinum, föður
1. Sveins Jónssonar, (Sveins gamla í Völundi), smiðs á Sveinsstöðum, föður Ársæls Sveinssonar og þeirra systkina,
2. Helga Jónssonar í Steinum og
3. Ísleifs Jónssonar í Nýjahúsi.

Margrét Eiríksdóttir húsfreyja í Steinum var systir
I. Eyjólfs föður þeirra systkina:
1. Rósu í Þorlaugargerði,
2. Jóels á Sælundi,
3. Guðjóns á Kirkjubæ,
4. Gísla á Búastöðum og
5. Margrétar í Gerði.

Börn Margrétar og Guðmundar í Eyjum:
1. Helgi Guðmundsson í Dalbæ.
2. Jón Guðmundsson í Dal og á Seljalandi.
3. Geirlaug Guðmundsdóttir í Ártúni.

Geirlaug var vinnukona í Vallarhjáleigu í Fljótshlíð við fæðingu Karólínu 1899, var vinnukona í Steinum u. Eyjafjöllum 1901 með Karólínu hjá sér, var vinnukona í Búðarhóls-Norðurhjáleigu í A-Landeyjum 1910 með Karólínu hjá sér, vinnukona á Kúfhóli þar 1920 með Axel hjá sér.
Geirlaug flutti til Eyja 1925, bjó í Steini við Vesturveg 1927 með Axeli syni sínum, var húsfreyja í húsi Karólínu dóttur sinnar í Ártúni við Vesturveg 20 1930 og 1934 með Axeli. Hún bjó síðan á Vestmannabraut 73 hjá Karólínu. Hún lést 1957.

I. Barnsfaðir Geirlaugar var Sigurður Unason sjómaður, f. 8. janúar 1876, fórst með skipinu Oak 1903.
Barn þeirra:
1. Karólína Sigurðardóttir húsfreyja, f. 9. október 1899 að Vallarhjáleigu í Fljótshlíð, d. 10. ágúst 1989. Maður hennar Jón Sigurðsson.

II. Barnsfaðir Geirlaugar var Sveinn Sveinsson bóndi og smiður, þá í Hallgeirsey í A-Landeyjum, áður leigjandi í Ólafshúsum, f. 25. október 1845, d. 15. nóvember 1927.
Barn þeirra:
2. Axel Sveinsson vélstjóri í Ártúni, síðar í Reykjavík, f. 26. september 1908 í Búðarhólshjáleigu í A-Landeyjum, d. 10. október 1984.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.