Geirdís Árnadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. janúar 2019 kl. 14:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. janúar 2019 kl. 14:00 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Geirdís Árnadóttir frá Seljalandi u. Eyjafjöllum, bústýra, prjónakona fæddist 29. mars 1849 og lést 2. júní 1932.
Foreldrar hennar voru Árni Magnússon bóndi, f. 1. mars 1807, d. 28. október 1871 og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. maí 1807, d. 27. febrúar 1898.
Móðir Árna var Vigdís Jónsdóttir, f. 1765, d. 19. ágúst 1840.

Geirdís var með foreldrum sínum á Seljalandi u. Eyjafjöllum 1850 og enn 1870.
Hún var bústýra Ketils á Syðri-Kvíhólma 1880.
Ketill drukknaði við Eyjar 1881 og Geirdís fluttist til Eyja 1888, var vinnukona á Ofanleiti síðari hluta ársins og 1889, í Frydendal 1890, í Jónshúsi 1891-1894, bústýra í Borg 1895, ógift húsfreyja á Borg 1901, bústýra þar 1906 og þar var Sigurgeir dóttursonur hennar með henni. Hún var prjónakona í Stakkahlíð 1909 og 1910 og þar var Neríður og Sigurgeir með henni.
Þau bjuggu í Sjóbúð 1911 og enn 1920. Mæðgurnar bjuggu á Urðavegi 16B, (Fagurlyst litlu) 1930.
Geirdís lést 1932.

I. Sambýlismaður Geirdísar var Ketill Jónsson bóndi á Syðri-Kvíhólma, f. 1839, drukknaði 5. apríl 1881 við Eyjar. Foreldrar hans voru Jón Snorrason bóndi í Mið-Skála, f. 1808, d. 13. nóvember 1852, og kona hans Neríður Ketilsdóttir húsfreyja, f. 1810.
Börn hér:
1. Jón Ketilsson, f. 27. febrúar 1873 á Kvíhólma u. Eyjafjöllum, mun hafa látist ungur.
2. Sigurveig Ketilsdóttir vinnukona í Draumbæ 1890, húsfreyja í Kirkjuvogi á Reykjanesi 1901 og 1910, f. 4. desember 1874 á Kvíhólma, d. 29. mars 1960. Maður hennar var Friðrik Gunnlaugsson.
3. Jóhanna Kristín Ketilsdóttir húsfreyja í Stóru-Mörk 1910, f. 20. ágúst 1877 á Kvíhólma, d. 16. september 1961. Maður hennar var Guðjón Ólafsson.
4. Neríður Ketilsdóttir vinnukona, saumakona, f. 5. ágúst 1879 á Kvíhólma, d. 24. júlí 1961.

II. Sambýlismaður Geirdísar um skeið var Guðmundur Ögmundsson járnsmiður í Borg, f. 16. apríl 1833, d. 27. maí 1914.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.