Garðurinn

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Húsið Garðurinn stóð við Strandveg 3. Þetta var elsta verslunarhúsnæði í Eyjum fyrir gos en auk verslunar var líka búið í húsinu. Verbúð Hraðfrystistöðvarinnar var þar um tíma. Áður var það nefnt Dönskuhús eða Danski Garður. Í Dönskuhúsum var fólk geymt í Tyrkjaráninu og í haldi þar, uns það var flutt út í skip. Húsið fór undir hraun í gosinu 1973.
Íbúðarhúsið með þessu nafni og sem kunnast var á síðustu áratugum fyrir gos, var reist af Kaupfélaginu Fram árið 1923 fyrir kaupfélagsstjórann Jón Hinriksson og fjölskyldu hans.

Helstu atriði í eigenda- og íbúasögu



Heimildir

  • Strandvegur. Verkefni unnið af þátttakendum á námskeiðinu Húsin í götunni. Vestmannaeyjar, 2004.