Gísli R. Sigurðsson (Götu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Gísli R. Sigurðsson.

Gísli Ragnar Sigurðsson útgerðarmaður, verkamaður fæddist 16. september 1916 á Kirkjubæ og lést 17. maí 1995 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson frá Ormsvelli í Hvolhreppi, verkamaður, f. 16. maí 1867, d. 30. desember 1939, og sambýliskona hans Vilborg Jónsdóttir frá Einholti á Mýrum, A-Skaft, húsfreyja, f. 24. apríl 1889, d. 19. mars 1949.

I. Barn Sigurðar og Gyðríðar Stefánsdóttur:
1. Árný Sigurðardóttir vinnukona í Suðurgarði, f. 23. desember 1904, d. 15. október 1977.

Börn Sigurðar og Þórdísar Ólafsdóttur:
1. Ásmundur Sigurðsson, f. 12. mars 1905 í Juliushaab, d. 11. júlí 1905.
2. Sæunn Sigurðardóttir, f. (1915), dó ung.

Börn Sigurðar og Vilborgar:
1. Gísli Ragnar Sigurðsson útgerðarmaður, f. 16. september 1916 á Kirkjubæ, d. 17. maí 1995.
2. Helga Sigurðardóttir húsfreyja, sambýliskona Sigurðar Loftssonar á Bakka í Landeyjum, f. 6. september 1918, d. 20. febrúar 1996.
3. Engilberta Ólafía Sigurðardóttir, f. 12. október 1920 á Búastöðum, d. 26. apríl 1975.
4. Jóhann Pétur Sigurðsson, f. 12. október 1923 í Götu, d. 8. ágúst 1956.
5. Jón Stefán Sigurðsson bóndi á Ketilstöðum í Mýrdal, f. 20. júlí 1926, d. 13. september 1981.
6. Benedikt Ragnar Sigurðsson, f. 4. nóvember 1934 í Götu, síðast á Akureyri, d. 21. mars 1993.

Gísli var með foreldrum sínum í fyrstu, með þeim á Kirkjubæ, á Búastöðum, var vikadrengur í Núpakoti u. Eyjafjöllum 1930, en var í Götu, bjó þar 1940, bjó með Sigríði á Skólavegi 1 1949, en lengst á Faxastíg 41 og bjó þar við andlát.
Hann sótti vélstjóranámskeið, var í Stýrimannaskólanum í Eyjum.
Gísli var sjómaður, vélstjóri, og stýrimaður. Hann gerðist útgerðarmaður, eignaðist hlut í Farsæli VE 12 1953 með Karli Ólafssyni.
Hann starfaði innan hagsmunasamtaka útgerðarmanna, m.a. átti hann sæti í stjórn Útvegsbændafélags Vestmannaeyja og var framkvæmdastjóri þess um árabil.
Gísli gaf út ritið Heimaklett ásamt félaga sínum Friðþjófi G. Johnsen.

I. Kona Gísla Ragnars, (6. desember 1941), var Sigríður Lovísa Haraldsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja, f. 15. september 1916, d. 12. september 2001.
Barn þeirra, fósturbarn:
1. Jón Kristinn Haraldsson húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 10. júní 1947. Hann er hálfbróðir Sigríðar, samfeðra.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.