Difference between revisions of "Gísli J. Johnsen"

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
m
m (Tók út eina heimild þar sem Skapti hefur ekki enn skoðað þetta fyrir minningagreinar)
Line 11: Line 11:
 
{{Heimildir|
 
{{Heimildir|
 
* Sigfús M. Johnsen: ''Yfir fold og flæði''. Reykjavík, 1972.
 
* Sigfús M. Johnsen: ''Yfir fold og flæði''. Reykjavík, 1972.
* Friðfinnur Finnsson: Minning látinna - asdfasdf
 
 
}}
 
}}

Revision as of 14:48, 7 September 2005

Gísli Jóhannsson Johnsen fæddist í Vestmannaeyjum þann 10. mars 1881. Foreldrar hans voru Jóhann Jörgen kaupmaður og útvegsbóndi og Anna Sigríður Árnadóttir frá Hofi í Öræfum. Fyrri eiginkona Gísla var frú Ásdís Gísladóttir frá Hól og eignuðust þau 3 börn. Ásdís átti við vanheilsu að stríða mestan hluta ævi sinnar og lést 1945. Síðari kona hans var frú Anna Ólafsdóttir yfirhjúkrunarkona á Vífilsstöðum. Gísli lést 6. september 1965 og var jarðaður við hlið fyrri konu sinnar, Ásdísar, í Gamla kirkjugarðinu í Reykjavík.

Gísli hóf ungur að aldri verslunarrekstur, aðeins 17 ára gamall. Með verslun sinni og útgerðarekstri náði hann að koma niður Brydesverzlunina og á aðeins 10 árum að bæla niður dönsku einokunina, sem hafði verið í margar mannsaldir. Einnig var honum falin ýmis ábyrgðarstörf, svo sem skipaafgreiðslu og póstafgreiðslu.

Gísli átti einnig sinn sess í útgerðarsögu Vestmannaeyja. Hann lét smíða og flytja til Eyja fyrsta vélknúna fiskibátinn árið 1904 og árið 1928 lét hann smíða skipið Heimaey með loftskeytatækjum og var hann fyrstur allra vélbáta, á Íslandi, með þannig tækjum. Árið 1956 gáfu hann og síðari kona hans Slysavarnafélagi Íslands björgunarbát með fullkomnum útbúnaði. Einnig var Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum til húsa í Breiðablik, sem hann reisti og bjó í.

Gísli var eindreginn sjálfstæðismaður. Honum langaði alltaf að gerast þingmaður Vestmannaeyja á Alþingi, en heimilisástæður leyfðu honum það ekki.

Gísli var sæmdur mörgum heiðursorðum í gegnum árin og var hann heiðursfélagi í Félagi íslenzkra stórkaupmanna.


Heimildir

  • Sigfús M. Johnsen: Yfir fold og flæði. Reykjavík, 1972.