Gísli Jónsson (Arnarhóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Gísli

Gísli Jónsson, Arnarhóli, fæddist að Arnarhóli í Landeyjum 23. janúar 1883 og lést 26. október 1977, 94 ára að aldri. Hann var sonur Jóns Brandssonar og var Gísli yngstur þrjátíu barna hans. Eiginkona Gísla var Guðný Einarsdóttir og eignuðust þau 6 börn, Guðnýju Svövu, Salóme, Einar, Óskar, Hafstein Eyberg (lést átta mánaða gamall), og Kristínu Þyrí. Gísli byggði Arnarhól við Faxastíg.

Árið 1907 varð Gísli vélamaður á Fálka hjá Magnúsi Þórðarsyni í Sjólyst en árið 1908 keypti Gísli Víking og var þar vélamaður og formaður til 1921. Eftir það keypti Gísli fleiri báta sem hann hafði formennsku á og var hann formaður fram til 1940.

Gísli var einn af stofnendum Vinnslustöðvarinnar.

Gísli bjó hjá Salóme dóttur sinni ad Heiðarvegi 41 fram að gosi. Eftir gos bjó hann í Reykjavík hjá Þyrí dóttur sinni. Gísli kom aftur til Eyja og bjó á Hraunbúðum síðustu árin.


Heimildir

Frekari umfjöllun

Gísli Jónsson útvegsbóndi og verkamaður á Arnarhóli fæddist 23. janúar 1883 og lést 26. október 1977.
Faðir Gísla var Jón bóndi í Vestra-Fíflholti 1880, f. 27. september 1828, d. 8. júní 1896, Brandsson bónda í Galtarholti á Rangárvöllum 1813-1834, síðan í Vestra-Fíflholti 1834-dd., f. 5. júní 1786, d. 1. nóvember 1860, Guðmundssonar bónda víða, í Eystri-Tungu í Landeyjum, á Ytri-Hól, á Sperðli, á Þúfu í V-Landeyjum, síðast í Galtarholti á Rangárvöllum frá 1805-dd. 1810, f. 1750, d. 11. febrúar 1810, Erlendssonar, og konu Guðmundar Erlendssonar á Þúfu, (2. desember 1777), Þórnýjar húsfreyju, f. 1752, d. 6. júní 1833, Brandsdóttur.
Móðir Jóns Brandssonar og síðari kona Brands Guðmundssonar var Þórdís húsfreyja, f. 3. september 1797, d. 13. apríl 1879, Jónsdóttir bónda í Sigluvík í V-Landeyjum, f. 1761, d. 1833, Sigurðssonar, og konu Jóns í Sigluvík, Margrétar húsfreyju, f. 1762, d. 3. maí 1831, Ormsdóttur.

Móðir Gísla á Arnarhóli og barnsmóðir Jóns Brandssonar var Solveig Gísladóttir vinnukona, f. 16. september 1838 í Holtssókn undir Eyjafjöllum, d. 18. september 1923 í Eyjum.

Gísli á Arnarhóli var 7 ára tökubarn með móður sinni á Sperðli í V-Landeyjum 1890, 18 ára hjú á Arnarhóli í V-Landeyjum 1901. Þar var Guðný Einarsdóttir, dóttir húsráðenda, 16 ára.
Árið 1910 er Gísli kvæntur útvegsbóndi og háseti með konu sinni, (1910), Guðnýju, á Hlíðarenda í Eyjum. Útvegsbóndi frá Arnarhóli við andlát 1977.

Kona Gísla á Arnarhóli var, (1910), Guðný Einarsdóttir húsfreyja á Arnarhóli, f. 10. maí 1885, d. 31. mars 1956.
Börn Gísla og Guðnýjar:
1. Guðný Svava Gísladóttir húsfreyja, f. 11. janúar 1911, d. 25. mars 2001.
2. Salóme Gísladóttir húsfreyja, f. 13. apríl 1913, d. 12. apríl 1996.
3. Einar Jóhannes Gíslason forstöðumaður, f. 31. janúar 1923, d. 14. maí 1998.
4. Óskar Magnús Gíslason útgerðarmaður og skipstjóri, f. 27. maí 1915, d. 28. febrúar 1991.
5. Eyberg Hafsteinn Gíslason, f. 12. nóvember 1919, d. 9. janúar 1920.
6. Kristínu Þyrí Gísladóttir símastarfsmaður, f. 10. nóvember 1925, d. 1. maí 1992.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Rangvellingar. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


Myndir