Gísli Dagbjartur Ísaksson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Gísli Dagbjartur Ísaksson frá Norðurgarði fæddist 23. september 1861 í Norðurgarði og lést 24. júlí 1890.
Foreldrar hans voru Ísak Jakob Jónsson bóndi í Norðurgarði, f. 20. janúar 1833, d. 9. apríl 1899, og kona hans Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja, f. 1833, d. 30. ágúst 1906.

Systkini Gísla Dagbjartar voru:
1. Steinunn Ísaksdóttir húsfreyja og verkakona, f. 22. október 1856, d. 31. janúar 1920.
2. Jón Ísaksson sjómaður, bóndi á Kirkjubæ, f. 11. mars 1859, d. 20. ágúst 1890, hrapaði í Ystakletti.
3. Hjálmfríður Björg Ísaksdóttir húsfreyja á Bergsstöðum 1910, f. 4. október 1865, d. 13. maí 1953.

Hálfbróðir Gísla Dagbjartar var
4. Hjálmar Ísaksson í Kuðungi, f. 17. september 1860, d. 3. október 1929.

Gísli Dagbjartur var með foreldrum sínum í Norðurgarði til 1865, í Godthaabsfjósi 1865-1868.
Foreldrar hans skildu og hann var niðursetningur í London 1869-1877, vinnudrengur í Garðinum 1879, vinnumaður þar 1880, vinnumaður á Löndum 1883-1886, hjá föður sínum í Ísakshúsi 1887-dd.
Gísli Dagbjartur lést í Ísakshúsi 1890.
Hann var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.