Gíslína Jónsdóttir (Skansinum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. nóvember 2019 kl. 15:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. nóvember 2019 kl. 15:50 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Gíslína Jónsdóttir í Kornhól, (Skansinum), húsfreyja fæddist 16. nóvember 1889 (21. nóvember 1888 segir í kirkjubók) í Bakkakoti u. A-Eyjafjöllum og lést 22. mars 1984.
Foreldrar hennar voru Jón Stefánsson trésmiður, síðar á Akureyri, f. 24. maí 1868, d. 28. ágúst 1939, og Guðrún Björnsdóttir vinnukona í Bakkakoti, síðar húsfreyja í Berjanesi og bústýra á Leirum í A-Eyjafjallahreppi, f. 4. nóvember 1862, d. 31. maí 1922.

Guðrún Björnsdóttir var systir Jóhönnu Björnsdóttur í Kuðungi, móður Magneu Gísladóttur, sem var fylgikona og barnsmóðir Magnúsar Þórðarsonar manns Gíslínu Jónsdóttur. Þær Magnea voru því systradætur.
Börn Jóhönnu og Gísla í Eyjum voru:
1. Guðrún Gísladóttir, f. 18. mars 1891 í Indriðakoti u. Eyjafjöllum, d. 12. nóvember 1925 á Litlu-Löndum.
2. Magnea Gísladóttir húsfreyja, f. 7. júní 1893 í Björnskoti u. Eyjafjöllum, d. 10. febrúar 1975.
3. Gíslína Gísladóttir húsfreyja, f. 1. október 1895 í Björnskoti, d. 27. maí 1972.
Hálfsystir þeirra, barn Jóhönnu og Sigurðar Jónssonar vinnumanns í Skarðshlíð var:
4. Guðbjörg Oktavía Sigurðardóttir húsfreyja á Hrófbergi, á Skólaveg 24, f. 2. október 1897 í Eystri-Skógum u. Eyjafjöllum, d. 8. nóvember 1977.

Gíslína var tökubarn í Bakkakoti 1890, í Berjanesi með móður sinni 1901. Hún dvaldi í Eyjum 1910, en heimili hennar var á Leirum hjá móður sinni.
Hún fluttist til Eyja 1916, var þá vinnukona á Jaðri og þar var Axel Hálfdán sonur Magnúsar og Magneu tökubarn.
Gíslína giftist Magnúsi 1917.
Þau Magnús eignuðust 11 börn, en misstu eitt þeirra nokkurra daga gamalt.
Þau bjuggu í Langa-Hvammi til 1923, bjuggu í Vegg, (hét áður Litlakot) 1924, komin að Miðhúsum 1927 og voru þar 1930, bjuggu í Kornhól (Skansinum) við fæðingu Þórðar 1933 og bjuggu þar síðan með bæði lifðu.
Magnús lést 1955 og Gíslína 1984.

Maður Gíslínu, (24. maí 1917), var Magnús Þórðarson kaupmaður, útgerðarmaður, bóndi, verkamaður, f. 24. desember 1876 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. apríl 1955.
Börn þeirra:
1. Halldóra Guðleif Magnúsdóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1917 í Litla-Hvammi, d. 28. desember 2004.
2. Drengur, f. 15. janúar 1919 í Litla-Hvammi, lést nokkurra daga gamall.
3. Sigríður Gunnlaugsdóttir Magnúsdóttir húsfreyja, f. 4. maí 1921 í Litla-Hvammi, d. 30. ágúst 2013.
4. Ívar Magnússon verkstjóri, síðast í Garði í Gerðahreppi, f. 3. október 1923 í Litla-Hvammi, d. 13. nóvember 2005.
5. Guðjón Gísli Magnússon sjómaður, f. 20. október 1924 í Litlakoti, d. 27. febrúar 2000.
6. Óskar Magnússon sjómaður, f. 15 ágúst 1927 á Miðhúsum, d. 7. janúar 1950.
7. Guðrún Lilja Magnúsdóttir ljósmóðir, f. 27. september 1928 á Miðhúsum, d. 11. ágúst 2012.
8. Magnús Magnússon bóndi, verkamaður, f. 10. febrúar 1930 á Miðhúsum, d. 3. janúar 2009.
9. Klara Magnúsdóttir húsfreyja, f. 16. október 1931 á Miðhúsum, d. 6. desember 1987.
10. Þórður Magnússon bifreiðastjóri, verktaki, f. 11. apríl 1933 á Skansinum við Strandveg 1c.
11. Guðmundur Magnússon blikksmiður, f. 19. september 1934 á Skansinum við Strandveg 1c, d. 4. janúar 2014.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.