Friðrik Jónsson (Látrum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Friðrik, kona og börn
Friðrik og börn

Friðrik Jónsson, Látrum, fæddist 7. desember 1868 í Dyrhólahjáleigu í Mýrdal og lést 29. október 1940.
Foreldrar hans voru Jón Árnason, f. 1840, og k.h. Guðríður Eyjólfsdóttir, f. 1842.

Börn Guðríðar og Jóns,- í Eyjum voru:
1. Friðrik Jónsson á Látrum, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 7. desember 1868, d. 29. október 1940.
2. Árni Jónsson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 5. maí 1874, d. 8. ágúst 1954.
3. Guðrún Jónsdóttir vinnukona, síðar í Vesturheimi, f. 20. maí 1876, d. 30. mars 1934.
4. Þorsteinn Jónsson sjómaður, f. 1. september 1877.
5. Ólafur Jónsson á Landamótum, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 4. nóvember 1883, drukknaði 5. janúar 1916.

I. Kona Friðriks var Sigurína Katrín Brynjólfsdóttir, f. 7. maí 1884. Á meðal barna þeirra voru Ármann, Brynjólfur Kristinn, Klara, Guðjón, Ólafía og Sigurína.

Friðrik fluttist til Vestmannaeyja 1906. Árið 1907 kaupir hann Heklu með fleiri mönnum og hóf formennsku á henni 1912. Þá kaupir hann annan bát, Íslending VE-161 og var formaður á honum í 3 vertíðir, en hætti þá formennsku. Sá bátur fórst svo 1916.
Friðrik byggði húsið Látur við Vestmannabraut árið 1909.


Heimildir

Frekari umfjöllun

Faðir Friðriks á Látrum var Jón bóndi, lengst og síðast í Eyjarhólum í Mýrdal, f. 19. júní 1840 á Dyrhólum þar, d. 10. nóvember 1908 á Eyjarhólum, Árnason bónda á Dyrhólum, f. 10. október 1803 á Norður-Hvoli þar, d. 13. nóvember 1866 á Dyrhólum, Hjartarsonar („Hjörtssonar“) bónda á Norður-Hvoli 1800-dd., f. 1773 í Ytri-Ásum í Skaftártungu, d. 26. nóvember 1854 á Norður-Hvoli, Loftssonar og konu (1800) Hjartar Loftssonar, Kristínar húsfreyju, f. 1766 í Kerlingardal, d. 12.júlí 1834 á Hvoli í Mýrdal, Árnadóttur.
Móðir Jóns í Eyjarhólum og kona Árna Hjartarsonar á Dyrhólum var (15. október 1829) Elín húsfreyja, f. 19. mars 1809, d. 15. febrúar 1893 á Dyrhólum, Þorsteinsdóttir bónda, síðast á Eystri-Sólheimum í Mýrdal, f. 1786 á Vatnsskarðshólum þar, d. 26. janúar 1845 á Eystri-Sólheimum, Þorsteinssonar, og konu Þorsteins Þorsteinssonar, Elínar húsfreyju, f. 1787 á Hvoli í Mýrdal, d. 6. janúar 1871 á Eystri-Sólheimum, Jónsdóttur.

Móðir Friðriks á Látrum og kona Jóns í Eyjarhólum var (6. júní 1865) Guðríður húsfreyja þar, f. 9. júlí 1842, d. 17. maí 1924 í Vík í Mýrdal, Eyjólfsdóttir bónda, síðast í Steig í Mýrdal, f. 20. desember 1795 á Hvoli í Mýrdal, d. 14. júli 1864, drukknaði í lendingu, Þorsteinssonar bónda á Hvoli, f. 1760, d. 3. október 1807, Þorsteinssonar, og konu Þorsteins á Hvoli, Þórunnar húsfreyju og ljósmóður, f. 1771, d. 5. ágúst 1853 í Steig þar, Þorsteinsdóttur Eyjólfssonar og fyrstu konu Þorsteins Eyjólfssonar, Karítasar Jónsdóttur klausturhaldara á Reynistað í Skagafirði og konu Jóns, Þórunnar Hannesdóttur Scheving, síðar konu Jóns eldklerks Steingrímssonar.
Móðir Guðríðar í Eyjarhólum og fyrri kona Eyjólfs, (1.júní 1819), var Ólöf húsfreyja, f. 1799, d. 15. desember 1843 í Steig, Eyjólfsdóttir bónda á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, f. 1763 í Skál á Síðu, d. 6. maí 1842 á Ytri-Sólheimum, Alexanderssonar, og fyrri konu Eyjólfs, Guðríðar húsfreyju, f. 1764, d. 1810?, Sigurðardóttur prests Högnasonar.

Jón Árnason faðir Friðriks á Látrum og Þorsteinn Hjörtur faðir Elínar á Löndum voru bræður.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.