Friðrik Ingimundarson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Friðrik Ingimundarson.

Friðrik Ingimundarson fæddist 17. september 1894 og lést 20. febrúar 1983. Hann bjó í Skipholti við Vestmannabraut 46b. Síðustu ár sín bjó hann að Hrafnistu í Reykjavík.


Heimildir

  • gardur.is

Frekari umfjöllun

Friðrik Ingimundarson sjómaður, skipstjóri, verkamaður fæddist 17. september 1894 í Skarðshjáleigu í Mýrdal og lést 20. febrúar 1983.
Foreldrar hans voru Ingimundur Jónsson bóndi, f. 15. júní 1862 á Haugnum í Mýrdal, d. 19. maí 1929 í Vík, og kona hans Elín Svipmundsdóttir húsfreyja, f. 22. mars 1864 á Syðri-Hól u. Eyjafjöllum, d. 27. nóvember 1942 í Reykjavík.

Börn Svipmundar og Þórunnar Karítasar Árnadóttur voru:
1. Elín Svipmundsdóttir húsfreyja í Skarðshjáleigu í Mýrdal, f. 22. mars 1963, d. 27. nóvember 1942.
2. Árni Svipmundsson fósturbarn á Dyrhólum í Mýrdal, f. 11. febrúar 1865, d. 2. júní 1875.
3. Ólafur Svipmundsson verkamaður á Löndum, f. 29. maí 1867, d. 1. júní 1946 í Eyjum.
4. Ingvar Svipmundsson vinnumaður í Nýjabæ 1890-1895, f. 27. nóvember 1868, d. 28. nóvember 1898 á Seyðisfirði.
5. Friðrik Svipmundsson útvegsbóndi á Löndum, f. 15. apríl 1871, d. 3. júlí 1935.
6. Ragnhildur Svipmundsdóttir vinnukona í Landlyst 1901, húsfreyja í Stakkahlíð, f. 11. desember 1879. Hún fluttist til Vesturheims.

Friðrik var með foreldrum sínum í Skarðshjáleigu til 1916, í Vík 1916-1917.
Hann fór til Eyja 1917, var sjómaður, síðar verkamaður.
Þau Sveinbjörg giftu sig 1922, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu fyrst á Seljalandi við Hásteinsveg 10, síðan á Hofsstöðum við Brekasttíg 30, í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41, í Skipholti við Vestmannabraut 46B, voru þar 1949.
Þau fluttu til Lands í byrjun sjötta áratugarins, bjuggu á Melaheiði 7 í Kópavogi.
Sveinbjörg lést 1977.
Ingimundur dvaldi að síðustu á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann lést 1983.

I. Kona Ingimundar, (1922), var Sveinbjörg Sveinsdóttir húsfreyja, f. 2. apríl 1898 á Eyrarbakka, d. 4. september 1977.
Börn þeirra:
1. Elín Friðriksdóttir, f. 6. október 1922 á Seljalandi, d. 20. maí 2007.
2. Svanhvít Friðriksdóttir, f. 29. janúar 1925 á Hofsstöðum, d. 7. október 2008.
3. Friðrik Friðriksson, f. 4. september 1926 á Hofsstöðum, d. 23. maí 2003.
4. Matthildur Friðriksdóttir, f. 27. janúar 1932 í Langa-Hvammi, d. 13. maí 2013.

Myndir


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.