Friðrik Örn Ívarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Friðrik Örn Ívarsson bifreiðastjóri, tónlistarmaður fæddist 12. febrúar 1952.
Foreldrar hans voru Ívar Magnússon frá Skansinum, f. 3. október 1923, d. 13. nóvember 2005, og kona hans Ursula Herta Maria Knoop Magnússon frá Þýskalandi, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 18. febrúar 1921, d. 21. mars 2011.

Friðrik Örn var með foreldrum sínum, í Vöruhúsinu við Skólaveg 1, á Hólmi við Vesturveg 16, í Sólhlíð 21 og á Hæli við Brekastíg 10 og flutti með þeim til Keflavíkur 1955.
Friðrik Örn var bifreiðastjóri og tónlistarmaður.
Þau Anna Dóróthea giftu sig 1974, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Keflavík, síðar í Gerðahreppi.

I. Kona Friðriks Arnar, (15. júní 1974), er Anna Dóróthea Garðarsdóttir húsfreyja, f. 12. desember 1955. Foreldrar hennar Magnús Garðar Gíslason, f. 12. mars 1934, d. 20. júlí 2011 og Kristín Erla Albertsdóttir, f. 28. mars 1935.
Börn þeirra:
1. Einar Friðriksson vinnuvélastjóri, f. 17. nóvember 1974. Kona hans Sædís Markúsdóttir.
2. Rúnar Friðriksson, rekur HR/Þrif, f. 10. desember 1977. Kona hans Helga Björk Heimisdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.