Friðgeir Guðmundsson (Hvíld)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Friðgeir Guðmundsson.

Friðgeir Guðmundsson sjómaður, trésmiður fæddist 21. júlí 1916 í Rekavík bak Látur á Ströndum nyrðri og lést 6. júní 2001 í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Foreldrar hans voru Guðmundur Pálmason vitavörður á Straumnesvita og bóndi í Rekavík bak Látur, f. 28. janúar 1878, d. 21. febrúar 1951, og kona hans Ketilríður Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 18. ágúst 1875, d. 18. nóvember 1925.
Fósturforeldrar hans voru Guðmundur Jón Guðmundsson bóndi á Hesteyri í N-Ís., síðar í Reykjavík, f. 21. júlí 1881, d. 27. október 1971, og Soffía Guðrún Vagnsdóttir húsfreyja, síðar í Reykjavík, f. 28. apríl 1897, d. 15. apríl 1986.

Friðgeir kom á vertíðir í Eyjum var háseti á Reyni Ve 15 með Páli og Júlíusi Ingibergssonum. Hann vann milli vertíða í slippnum við bátaviðgerðir. Síðar sótti hann nám í Iðnskólanum.
Friðgeir vann við smíðar í slippnum milli úthalda og sneri sér að smíðum syðra, er hann fluttist í Kópavog.
Þau Elínborg Dagmar giftu sig 1940, eignuðust Svövu Guðríði á Efra-Hvoli 1940.
Þau bjuggu á Skjaldbreið við fæðingu Kjartans 1942, í Hvíld, Faxastíg 14, er þau eignuðust dreng, sem lést 10 daga gamall.
Þau eignuðust átta börn.
Fjölskyldan fluttist til Kópavogs 1962.

I. Kona Friðgeirs, (14. desember 1940), var Elínborg Dagmar Sigurðardóttir húsfreyja, f. 8. september 1915 í Dvergasteini, d. 9. júlí 1991.
Börn þeirra:
1. Svava Guðríður Friðgeirsdóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1940 á Efra-Hvoli. Maður hennar er Sævald Pálsson frá Þingholti.
2. Guðlaugur Kjartan Friðgeirsson bifvélavirkjameistari, f. 1. desember 1942 á Skjaldbreið. Kona hans er Þorgerður Sigríður Þorgeirsdóttir frá Sælundi.
3. Drengur, f. 14. nóvember 1945 í Hvíld, d. 24. nóvember 1945.
4. Sigríður Þyrí Friðgeirsdóttir húsfreyja, f. 30. maí 1947 í Hvíld. Maður hennar er Lárus Guðberg Lárusson.
5. Sigrún Þóranna Friðgeirsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 17. maí 1948 í Hvíld. Fyrri maður hennar var Pétur Ólafsson Welker, síðari maður hennar er Halldór Þór Guðmundsson.
6. Elínborg Fríða Friðgeirsdóttir húsfreyja í Danmörku, f. 4. apríl 1952 í Hvíld. Maður hennar er Kristján Valgeirsson.
7. Solveig Friðgeirsdóttir húsfreyja á Laugarvatni, f. 6. júní 1953 í Hvíld. Maður hennar er Böðvar Ingi Benjamínsson.
8. Hrefna Friðgeirsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 26. maí 1956 í Hvíld. Maður hennar er Jónas Hafsteinn Jónasson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.