Friðbjörg Tryggvadóttir (Brekku)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Friðbjörg Tryggvadóttir.

Friðbjörg Tryggvadóttir húsfreyja og hjúkrunarfræðingur á Brekku fæddist 25. maí 1907 og lést 2. maí 1996.
Faðir hennar var Tryggvi bóndi á Jórunnarstöðum og Torfufelli í Eyjafirði, f. 19. júlí 1853, d. 15. maí 1929, Sigurðsson bónda á Jórunnarstöðum og Hrafnagili þar, f. 22. janúar 1923, d. 10. ágúst 1887, Jóhannessonar bónda á Torfufelli í Eyjafirði, f. 21. mars 1788, d. 15. október 1838, Bjarnasonar, og konu Jóhannesar, Sæunnar húsfreyju, f. 16. mars 1795, d. 7. júlí 1862, Sigurðardóttur.
Móðir Tryggva á Jórunnarstöðum og kona Sigurðar bónda var Ragnheiður húsfreyja, f. 15. september 1822, d. 8. júní 1871, Magnúsdóttir bónda, hreppstjóra og smiðs á Yxnafelli (Öxnafelli) í Eyjafirði, f. 2. mars 1796, d. 8. september 1868, Árnasonar, og konu Magnúsar, Hólmfríðar húsfreyju, f. 29. nóvember 1780, d. 19. mars 1861, Jónsdóttur.

Móðir Friðbjargar Tryggvadóttur og kona Tryggva var Lilja húsfreyja í Hlíðarhaga og síðan á Jórunnarstöðum, f. 25. ágúst 1881, d. 19. nóvember 1916, Frímannsdóttir bónda á Gullbrekku í Eyjafirði, f. 5. mars 1857, d. 15. desember 1930, Jóhannessonar bónda á Gullbrekku, f. 12. desember 1817, d. 17. ágúst 1884, Jóhannessonar, og barnsmóður hans Helgu, f. 1835, Pálsdóttur.
Móðir Lilju Frímannsdóttur og kona Frímanns var Anna Margrét húsfreyja, f. 20. maí 1857, d. 16. maí 1948, Árnadóttir bónda í Syðri-Villingadal í Eyjafirði, f. 17. október 1813, d. 5. ágúst 1872, Péturssonar, og konu Árna, Geirþrúðar Guðrúnar húsfreyju, f. 6. júní 1821, d. 14. desember 1905, Þorvaldsdóttur.

Friðbjörg lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1935. Að námi loknu stundaði hún framhaldsnám í geðhjúkrun við Kleppspítalann og síðan við Bispebjerg sjúkrahúsið í Danmörku. Hún starfaði við Sjúkrahús Vestmannaeyja frá 1936-1937. Forstöðukona við Elliheimilið á Ísafirði var hún frá 1940-1944.
Við Sjúkrahús Vestmannaeyja vann hún sumarið 1947. Frá 1953 var hún hjúkrunarfræðingur við Heilsuverndarstöð Vestmannaeyja, síðar við Sjúkrahúsið til 1973. Eftir Gos 1973 fluttust Friðbjörg og Gísli Friðrik til Hafnarfjarðar og þar starfaði Friðbjörg á Sólvangi frá 1973-31. desember 1984.
Hún dvaldi síðustu árin á Sólvangi.

Maður Friðbjargar, (23. október 1943), var Gísli Friðrik Johnsen ljósmyndari og útgerðarmaður, f. 11. janúar 1906, d. 8. október 2000.

Börn Friðbjargar og Gísla Friðriks:
1. Hrafn Gíslason Johnsen tannlæknir, f. 6. janúar 1938, d. 8. júní 2021. Kona hans Sigurrós Skarphéðinsdóttir, f. 11. júní 1941.
2. Örn Tryggvi Gíslason Johnsen, f. 30. maí 1944, d. 9. október 1960.
3. Ásdís Anna Gísladóttir Johnsen hjúkrunarfræðingur, f. 6. febrúar 1949. Fyrrum maður hennar er Björn Blöndal, f. 14. maí 1946.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarkvennatal/Hjúkrunarfræðingatal I-III. 1969-1992. Bergljót Líndal og fleiri.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.