Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Gagnfræðaskólinn, áður en Framhaldsskólinn tók til starfa og viðbyggingu.

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum er skóli á framhaldsskólastigi sem tók formlega til starfa haustið 1979 við samruna Vélskólans í Vestmannaeyjum, Iðnskólans í Vestmannaeyjum og framhaldsdeilda Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. Í upphafi árs 1997 tók svo Framhaldsskólinn yfir rekstur Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum.

Í upphafi heyrðu elstu bekkir grunnskólans undir Framhaldsskólann, var þá sami skólameistari yfir Framhaldsskólanum og Gagnfræðaskólanum og sumir kennarar kenndu á báðum skólastigunum.

Nemendafjöldi fyrsta árið var 85 nemendur. Þeim fjölgaði fram til ársins 1997 að nemendafjöldi náði 300. Það hefur nokkuð haldist í stað síðan, með sveiflur niður í um 250 nemendur. Í maí 2006 var sex hundraðasti stúdentinn útskrifaður frá skólanum.

Við Framhaldsskólan starfar öflugt nemendafélag. Það heitir Nemendafélag Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, skammstafað NFFÍV.

Húsið, sem Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum er í, var upphaflega byggt fyrir Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum, en Þorsteinn Víglundsson stóð fyrir byggingunni á sínum tíma. Áður en féstyrkur var veittur til byggingarinnar hafði Þorsteinn safnað saman börnum bæjarins sem voru á gagnfræðaskólaaldri og látið þau hjálpa sér við að grafa grunninn að húsinu.

Skólameistari Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum er Helga Kristín Kolbeins og aðstoðarskólameistari er Björgvin Eyjólfsson.


Heimildir