Fjóla Gísladóttir (Ártúni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. mars 2018 kl. 16:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. mars 2018 kl. 16:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Fjóla Gísladóttir (Ártúni)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Fjóla Gísladóttir frá Saurum í Vindhælishreppi, A-Hún., húsfreyja á Harrastöðum, síðar í Háagerði í Höfðahreppi, A-Hún. fæddist 5. júlí 1918 og lést 5. nóvember 1991 á Skagaströnd.
Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson bóndi á Saurum í Nesjum, A-Hún., f. 13. október 1874, d. 10. júní 1937, og kona hans Jóhanna Eiríksdóttir húsfreyja, f. 10. maí 1877, d. 22. september 1953.

Fjóla var með foreldrum sínum í æsku.
Hún fluttist til Eyja, var vinnukona hjá Guðmundi Kristjánssyni og Guðrúnu Jónsdóttur í Ártúni við Vesturveg 20, er Kristján sonur þeirra var þar ekkill.
Þau Kristján giftu sig, bjuggu í Átúni, eignuðust Guðnýju og Guðrúnu þar.
Þau fluttust til Skagastrandar 1943, bjuggu á á Neðri-Harrastöðum og í Háagerði þar, eignuðust þar fjögur börn.
Kristján lést 1979 og Fjóla 1991.

I. Maður Fjólu var Kristján Guðmundsson verkamaður, bóndi, f. 2. desember 1911 í Reykjavík, d. 16. apríl 1979.
Börn þeirra:
1. Guðný Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 18. janúar 1941 í Ártúni, Vesturvegi 20.
2. Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 11. maí 1943 í Ártúni.
3. Sigurbjörg Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 18. apríl 1945 á Harrastöðum. Maður hennar er Magnús Jónasson.
4. Jóna Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 6. júlí 1948 í Háagerði. I. Fyrri maður hennar var Magnús Ólafur Hjaltason. II. Maður hennar er Ólafur Hjaltason.
5. Gísli Snævar Kristjánsson húsasmiður á Sauðárkróki, f. 7. nóvember 1949 í Háagerði. Kona hans er Svanhildur Dagbjört Einarsdóttir.
6. Anna Margrét Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 16. júní 1952 í Háagerði. I. Fyrri maður hennar var Jóhannes Pálsson. II. Síðari maður hennar er Kristmundur Hrafn Ingibjörnsson.
Stjúpsonur Fjólu, sonur Kristjáns og Guðnýjar Ingibjargar fyrri konu hans var:
7. Guðmundur Einar Kristjánsson verkamaður, síðast í Reykjavík, f. 14. september 1937 á Reyni, d. 2. maí 1977, ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.